Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Qupperneq 37
37
en vissulega einnig efni í móderníska kviku.58 Ibsen er lykilhöfundur í
þessari deiglu. Fyrst er að sjá sem greinarhöfundar ætli sér að skilgreina
þetta „gegnumbrot“ sem módernískt, en svo er líkt og komi hik á þá – hik
sem er sömu gerðar og skilin á milli ensku orðanna „modern“ og „mod-
ernist“, sem áður var vikið að. Því að greinarhöfundar sjá ekki samfellda
þróun nútímabókmennta í framhaldi af „gegnumbrotinu“, heldur greina
þeir, í kringum áratugamótin 1890, önnur skil í skilningi á nútímanum og
listrænum viðbrögðum við honum. Aftur leikur Brandes mikilvægt hlut-
verk, en nú með þeirri athygli sem hann beinir að Nietzsche. Á þessum
mörkum verður nýr samsláttur listar og óreiðukenndrar heimsmyndar
sem veldur því að þarna verður ákveðið uppgjör við realisma og natúral-
isma sem eru „nútímalegir en ekki alveg módernískir straumar“ („modern
but not quite Modernist movements“), eins og greinarhöfundar orða það.
Þessi skil greina þeir meðal annars á milli leikrita Ibsens og síðari leikrita
Strindbergs.59
En hvaða máli skipta þessi skil, sem virðast ekkert alltof skýr, sbr. orðin
„ekki alveg“ í tilvitnuðum texta og einnig umræðu mína um ýmis mikilvæg
verk sem virðast beinlínis standa á þessum landamærum? Þessi skil skipta
einungis máli ef við teljum mikilvægt að eiga sveigjanlegt en samt nothæft
hugtak, byggt á formlegum og fagurfræðilegum en óhjákvæmilega einnig
hugmyndalegum eigindum, um vissa róttæka þætti nútímabókmennta. ég
hygg að þeir Bradbury og McFarlane hafi gert sér grein fyrir því að ef
Ibsen, þessi lykilhöfundur raunsæislegrar orðræðu í nútímaleikritun, væri
talinn módernisti, glataðist sú afmörkun sem nauðsynleg væri til að halda
saman sjálfu hugtakinu er liggur bók þeirra til grundvallar. Ýmsar aðrar
gáttir hlytu þá að opnast. Dostojevskí, sá mikli áhrifavaldur bæði realískra
og módernískra höfunda á 20. öld, yrði þá vitaskuld að teljast módernisti
– og verk hinna ýmsu raunsæishöfunda á 20. öld myndu væntanlega falla
undir hugtakið, til dæmis hinar epísku sögur Halldórs Laxness og Johns
Steinbecks og líklega einnig skáldsögur Arnolds Bennetts og Jonathans
Franzens, sem beggja var áður getið.
Þetta er kannski það sem framundan er í módernismafræðum, þótt sá
sem þetta skrifar sé afar gagnrýninn á það hvernig fagurfræði og form-
legum eigindum er úthýst af ýmsum sem hafa verið áberandi í umræðunni
58 Sbr. bók Gunnars Ahlströms, Det moderna genombrottet í Nordens litteratur, Stokk-
hólmur: Rabén & Sjögren, 1974.
59 Bradbury and McFarlane, „The Name and Nature of Modernism“, Modernism.
1890–1930, bls. 19–55, hér bls. 37 og 40–43 (tilvitnun á bls. 43).
FRÁSAGNARKREPPUR MÓDERNISMANS