Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Page 38
38
undanfarið. En eftir því sem hugtakið fær meira vægi eykst þrýstingurinn
á að teygja það yfir fleiri og margbreytilegri verk og hefðir í hinum ýmsu
tungumálum. Vissulega má segja að í sjálfu hugtakinu módernismi felist
hrokafullt tilkall til nútímagildis og kannski ekki skrýtið að gerð skuli svo
mikil „innrás“ í hugtakið sem raun ber vitni hin síðari ár. Sumir telja nú
að módernismi tengist engum sérstökum „formlegum eigindum“ og því
sé hægt að skilgreina „alla menningarframleiðslu sem reynir að takast á
við raunveruleika nútímavæðingar sem móderníska.“60 Þetta er það sem
stundum kallast „opið hús“ og þar með myndi „módernismi“ í bókmennt-
um merkja „nútímabókmenntir“ í hinum víðasta skilningi. Það hlyti að
gerbreyta sögu módernismans. En framundan, áður en farið verður end-
anlega yfir þau skil, hljóta að vera spennandi tímar og átök í umræðu um
módernisma. Gefist okkur nægur heimur og tími.61
Ú T D R Á T T U R
Frásagnarkreppur módernismans
Meðal helstu einkenna módernískra bókmennta eru flækjur, niðurbrot eða hrun
frá sagna. Þá er ekki endilega átt við rof í röð frásagnaratriða og atburða held-
ur í samhengi þeirra skírskotana, því samsetta merkingarmynstri, sem frásagnir
byggjast á og lesendur taka þátt í að skapa. Þótt oft hafi verið talið að slíkt rof sé
þáttur í fagurfræðilegu sjálfstæði módernískra verka, veldur það jafnframt krísu.
Lagt hefur verið upp í marga leiðangra í leit að tengslunum milli módernískra verka
og sögulegs umhverfis: nútímans sem leynist eða speglast í slíkum verkum. Eftir því
sem módernisminn verður mikilvægari sem hugtak um nútímabókmenntir fjölgar
sögunum sem sagðar eru um hann og þær hafa teygt sig til æ fleiri landa, heimshluta
og tungumála. Þannig verður til ný frásagnarkreppa sem tengist þó þeirri sem þegar
var getið. Hvernig er hægt að segja sögu módernismans? Hver er landfræði hans og
tímarammi og hver eru viðmið og sjónarhorn frásagnarinnar hverju sinni? Í grein-
60 Mark Wollaeger, „Introduction“, The Oxford Handbook of Global Modernisms, bls.
14 (Wollaeger er hér að lýsa viðhorfum sem fram koma í grein Neils Lazarus í
safnritinu). Í tilvitnuðum orðum gæti leynst hugmynd um skil á milli verka sem
takast á við „raunveruleika nútímavæðingar“ og þeirra sem gera það ekki. En á
hverju skyldi mega byggja slíka skil-greiningu?
61 Höfundur þakkar Eysteini Þorvaldssyni fyrir yfirlestur og ábendingar og beinir
einnig þökkum til ritstjóra og nafnlausra ritrýna Ritsins fyrir gagnlegar athuga-
semdir.
ÁstRÁðuR EystEinsson