Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Page 41
41
Þegar fjallað er um tilurð, mótun og birtingarmyndir fagurfræði nútímans,
sem margir fræðimenn hafa kosið að kenna við módernisma og einkennist
af sundrun, truflun, uppbroti eða niðurbroti listrænna hefða og framsetn-
ingarhátta, er nokkur hefð fyrir að leggja áherslu á það sögulega umhverfi
sem þessi fagurfræði sprettur úr. Þar má í senn horfa til myndunar stór-
borga, nýrra vísindakenninga og breytinga á þekkingarkerfum, gagnrýni á
borgaralega fagurfræði og menningu, upplausnar rótgróinna þjóðfélags-
hátta og nýrra miðla sem umbreyta menningarlegu umhverfi hugverunnar.
Hinni nýju fagurfræði má þannig lýsa sem viðbragði við grundvallarbreyt-
ingum er verða á menningu og samfélagsgerð með ferli nútímavæðingar á
síðari hluta nítjándu aldar og á fyrri hluta þeirrar tuttugustu. Til að varpa
ljósi á margbrotin tengsl þekkingarlegra hræringa, nýrra miðlunarhátta og
breyttra þjóðfélagsskilyrða í þessu umróti er gagnlegt að grípa niður í texta
eftir rússneska höfundinn M.V. Pogorelskij, sem hefur að geyma magn-
aða lýsingu á veröld nútímans eins og hún blasir við honum á ferð með
sporvagni í Pétursborg árið 1899:
Í glugganum á móti sérðu hina raunverulegu götu og í honum spegl-
ast einnig sú hlið götunnar sem er að baki þeim sem horfir. Á hann
varpast jafnframt spegilmyndir af fram- og afturglugga sporvagnsins
og að auki er greypt í hann tvöföld spegilmynd þess raunverulega
hluta götunnar sem horft er á. Sú staðreynd að vagninn sjálfur er á
hreyfingu flækir alla myndina til muna. Í hreinu loftinu og björtu
sólskininu virðast jafnt raunverulegir hlutir og tálmyndir þeirra ljós-
lifandi, þannig að þú sérð töfrandi mynd, flókna og margbrotna
Benedikt Hjartarson
Svipmyndir að handan
Um miðla, fagurfræði og launhelgar nútímans
Ritið 2/2013, bls. 41–81