Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Síða 43
43
til að varpa ljósi á þann „veruleikamissi skynjunarinnar“4 sem brýst fram í
lýsingu ferðalangsins á alltumlykjandi, holum og ókennilegum yfirborðs-
myndum nútímans. Áherslan á tilkomu stórborgarinnar eða nýja sam-
göngutækni nýtist þó illa þegar leitað er svara við þeirri spurningu hvers
vegna borginni er lýst í texta Pogorelskijs sem „náttúrulegum miðli reim-
leika“, en af útgáfusamhengi textans má ráða að hin dulrænu fyrirbrigði
eru hér annað og meira en myndhverfing fyrir annarlegt vitundarástand
hugverunnar í stórborgarrými nútímans – þau eru öllu heldur hluti af
þeim efnislega eða „náttúrulega“ heimi sem blasir við borgarbúanum á
ferð hans með sporvagninum.5
Til að varpa ljósi á þá tvíþættu miðilsstarfsemi sem lýst er í tæknilegri
og um leið dulrænni borgarmynd Pogorelskijs er gagnlegt að huga nánar
að margbrotnum tengslum breytts þjóðfélagslegs umhverfis, nýrrar tækni,
fagurfræði og dulspekilegrar þekkingar í menningu nútímans. Hér vega
þungt hugmyndir um sjónina, en eins og Tom Gunning bendir á „gegna
vofur og svipir flóknu hlutverki í kenningum um sjónskynjun, þar sem sjón-
inni hefur oft verið lýst sem nánast andlegri, á einhvern hátt loftkenndri,
líkt og ferli sjónskynjunarinnar sé allt að því svipkennt“.6 Hugtakið „svip-
ur“ eða „phantasma“ vísar hér til „mynda sem flökta á mörkum hins sýni-
lega og hins ósýnilega, nærveru og fjarveru, hins efnislega og hins efnis-
lausa“.7 Óræðar og þokukenndar myndir af þessu tagi voru ekki aðeins
áberandi í orðræðu nútímadulspeki undir lok nítjándu aldar og í upphafi
þeirrar tuttugustu, eins og texti Pogorelskijs ber vitni um, heldur settu þær
einnig skýrt mark á ljósmyndun og kvikmyndagerð á tímabilinu. Þetta á
ekki síst við um tilraunakenndar kvikmyndir sem fólu í sér könnun á virkni
og möguleikum hins nýja tæknimiðils. Sú hefð framúrstefnukvikmynda
sem mótast á þriðja áratugnum gagnast þannig vel til að varpa ljósi á marg-
brotið samband dulspekilegrar þekkingar, nýrrar fagurfræði og tæknimiðla
á fyrri hluta tuttugustu aldar.
4 Wolfgang Schivelbusch, Geschichte der Eisenbahnreise. Zur Industrialisierung von
Raum und Zeit im 19. Jahrhundert, Frankfurt am Main: Fischer, 2000, bls. 38.
Schivelbusch lýsir þessu ferli „veruleikamissis“ sem megineinkenni breyttra
skynjunarhátta er koma fram með járnbrautarlestinni á nítjándu öld, en ferlið má
rekja áfram til nýrrar samgöngutækni um aldamótin 1900.
5 Skarpa greiningu á margþættum tengslunum á milli nýrra tæknimiðla, holra yfir-
borðsmynda nútímans og breyttra skynjunarhátta má finna í lykilriti Friedrichs A.
Kittler, Grammophon, Film, Typewriter, Berlín: Brinkmann und Bose, 1986.
6 Gunning, „To Scan a Ghost“, bls. 104.
7 Sama heimild, bls. 99.
SVIPMYNDIR Að HANDAN