Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Side 44
44
Tilraunakvikmyndir þýska listamannsins Hans Richter eru einkar
athyglisverð dæmi um tengslin sem hér hefur verið lýst. Þetta á ekki síst við
um verkið Vormittagsspuk eða Reimleikar að morgni frá 1928, þar sem unnið
er með hefð spíritískrar miðilsstarfsemi og möguleika hins nýja tæknimið-
ils á þann hátt að örðugt reynist að greina á milli rafrænnar og holdlegrar
miðilsstarfsemi. Sjálfur titill verksins dregur fram að hér má finna marg-
slunginn leik á mörkum dulrænna fyrirbrigða og tæknilegra sjónhverf-
inga, sem fræðimenn hafa hingað til veitt furðulitla athygli. Vinnan með
tæknilega eiginleika kvikmyndarinnar hefur jafnan verið talin einkenna
upphafsskeið tilraunakvikmyndagerðar á þriðja áratugnum (þótt vitaskuld
megi rekja rætur þeirrar hefðar lengra aftur), en Reimleikar að morgni er alla
jafna talin til lykilverka þeirrar hefðar ásamt verkum á borð við Rhythmus
21 eftir Richter (1921), Le Retour à la raison eftir Man Ray (Afturhvarf
til skynseminnar, 1923), Symphonie diagonale eftir Viking Eggeling (1923),
Entr’acte eftir René Clair (Hlé, 1924), Ballet mécanique eftir Fernand Léger
(Vélrænn ballett, 1924) og Regen eftir Joris Ivens (Regn, 1929). öðru gegnir
um samræðuna við dulspekilega hefð, sem minna hefur farið fyrir í umræðu
um mótunarár tilraunakvikmyndarinnar, en líta má á þá samræðu sem
veigamikinn þátt í sögulegu umhverfi hennar. Til að draga fram mikil vægi
þessarar samræðu er gagnlegt að skyggnast eftir birtingarmyndum hennar
í skrifum og kvikmyndum Richters, sem og í ólíkum orðræðum tímabilsins
þar sem tekist er á við samband fagurfræðilegs ímyndunarafls, dulspekilegs
þekkingarheims, tæknimiðla og skynheims nútímans.
Dadaismi og draugagangur
Áður en lengra er haldið er gagnlegt að beina sjónum að stöðu Reimleika
að morgni innan evrópskrar kvikmynda- og listasögu.8 Þótt nokkur sátt ríki
um að telja beri verkið til brautryðjendaverka framúrstefnu í kvikmynda-
8 Kvikmyndina, sem er tæpar 10 mínútur að lengd, vann Richter á árunum 1927–
1928 í samvinnu við tónskáldið Paul Hindemith. Kvikmyndin var gerð fyrir al-
þjóðlega tónlistarhátíðarviku í Baden Baden, þar sem hún var frumsýnd árið 1928.
Síðar gerði Richter hljóðútgáfu af verkinu, með tónverki Hindemiths, en sú gerð er
nú talin glötuð. Leikarar eru Darius Milhaud, Paul Hindemith, Walter Gronostay,
Hans Richter, Werner Graeff, Madeleine Milhaud, Willi Pferdekamp og og Jean
Oser. Um kvikmyndatöku sá Reimar Kuntze. Við ritun þessarar greinar hef ég
stuðst við dvd-útgáfu kvikmyndarinnar á mynddisknum Experimental Cinema of
the 1920s and 30s (Kino Video, 2005), þar sem hún er gefin út með tónlist eftir
Donald Sosin.
BEnEdikt HjaRtaRson