Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Blaðsíða 45
45
gerð hefur fræðimenn greint á um hvernig beri að staðsetja það með til-
liti til listrænna strauma og hreyfinga. Þannig lýsir Thomas Elsaesser
Reimleikum að morgni sem annarri tveggja kvikmynda Richters sem séu
„óumdeildar dada-kvikmyndir“.9 Aðrir fræðimenn draga fram konstr-
úktívísk og súrrealísk einkenni verksins og leggja áherslu á að það teng-
ist mikilvægum hvörfum í höfundarferli Richters, þegar hann hverfi frá
abstrakt-kvikmyndinni og konstrúktívískum undirstöðum hennar til kvik-
mynda er fáist með beinni hætti við pólitísk, efnahagsleg og menningarleg
viðfangsefni.10 Hans Scheugl og Ernst Schmidt benda aftur á móti á að
„notkun ólíkra stíla“ í verkinu „geti af sér vel heppnaða samþættingu“, þar
sem ekki megi aðeins greina dadaísk einkenni heldur einnig vinnu með
hugmyndir „fútúrista og konstrúktívista“.11 Enn aðrir fræðimenn benda
á að verkið sé sprottið af vinnu Richters með fagurfræðilegar hugmyndir
súrrealismans, er marki endalok þess dadaíska og konstrúktívíska tímabils
sem tengdist útgáfu listamannsins á tímaritinu G á árunum 1923–1926.12
Í þessu samhengi hefur Justin Hoffmann bent á að „sérkennileg tíma-
skekkja“ felist í því að flokka Reimleika að morgni undir dadaisma, enda hafi
verkið ekki verið sýnt fyrr en fjórum árum eftir að starfsemi hreyfingarinn-
ar leið undir lok og það vísi í raun fremur til súrrealismans.13 Tengslin við
starfsemi dadahreyfingarinnar virðast þannig um margt þverstæðukennd
og kemur það ekki á óvart ef horft er til þess að í sögulegu endurliti fullyrti
Richter sjálfur að „eftir 1924“ hafi „ekkert Dada verið til lengur“, verkin
sem þá hafi komið fram hafi „í raun ekki lengur verið Dada, heldur hreint
og beint ný list, ávöxtur Dada“.14 Í framhaldinu lýsir hann Reimleikum að
9 Thomas Elsaesser, „Dada / Cinema?“, Dada and Surrealist Film, ritstj. Rudolf E.
Kuenzli, Cambridge, London: MIT, 1996, bls. 13–27, hér bls. 15.
10 Sjá Mark Purves og Rob McFarland, „Biographie. Hans Richter“, Hans Richters
Rhythmus 21. Schlüsselfilm der Moderne, ritstj. Christoph Bareither o.fl., Würzburg:
Königshausen und Neumann, 2012, bls. 19–32, hér bls. 29.
11 Hans Scheugl og Ernst Schmidt jr., Eine Subgeschichte des Films. Lexikon des
Avantgarde-, Experimental- und Undergroundfilms, 2. bindi, Frankfurt am Main:
Suhrkamp, 1974, bls. 746.
12 Marion von Hofacker, „G – die erste moderne Kunstzeitschrift Deutschlands“,
G. Materialien zur elementaren Gestaltung, ritstj. M. von Hofacker, München: Der
Kern, 1986, bls. 142–145, hér bls. 145. Hér og annars staðar í greininni er vísað í
blaðsíðutöl í þessari ljósprentuðu útgáfu tímaritsins frá 1923–1926.
13 Sjá Justin Hoffmann, „Hans Richter. Filmemacher des Konstruktivismus“, Hans
Richter. Malerei und Film, Frankfurt am Main: Deutsches Filmmuseum, 1989, bls.
9–15, hér bls. 9.
14 Hans Richter, Dada – Kunst und Antikunst. Der Beitrag Dadas zur Kunst des 20.
Jahrhunderts, Köln: DuMont, 1964, bls. 202.
SVIPMYNDIR Að HANDAN