Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Side 46
46
morgni raunar sem „ósviknum dadaískum vitnisburði“, enda þótt „það hafi
ekki verið ætlunin“.15
Umræðan um hvernig beri að staðsetja Reimleika að morgni í kvik-
mynda- og listsögulegu samhengi er um margt gagnleg, en hún sprettur
öðrum þræði af fræðilegri þörf fyrir að flokka listrænar afurðir með ein-
hlítum hætti út frá ríkjandi straumum og hreyfingum tiltekinna tímabila.
Í kvikmynda- og listsögulegu samhengi verður slík flokkun á köflum mik-
ilvægari en greining á sjálfum verkunum og menningarlegu samhengi
þeirra. Í deilunum um menningarsögulega stöðu Reimleika að morgni birt-
ast jafnframt ólík sjónarhorn á sögulegu framúrstefnuna, þar sem hún er
ýmist skilgreind út frá starfsemi ákveðinna hreyfinga eða með hliðsjón af
fagurfræðilegum einkennum, stíl og listrænni aðferð. Þegar verkið er fellt
undir dadaisma og konstrúktívisma er jafnan horft til þátttöku Richters
í starfsemi þeirra hreyfinga á öðrum og þriðja áratugnum, en áherslan á
súrrealísk einkenni verksins snýr fremur að fagurfræðilegum þáttum þess
(enda lítil hefð fyrir að ræða um skipulagða starfsemi súrrealista í þýsku
samhengi).
Vandinn við að staðsetja verkið helgast ekki síst af því að kvikmynda-
gerðarmenn sem tengdust framúrstefnuhreyfingum á fyrri hluta tuttug-
ustu aldar mynduðu í raun sinn eigin vettvang með sameiginlegu sýninga-
haldi, kvikmyndaklúbbum og tímaritaútgáfu, þar sem verkum úr ólíkum
áttum var stillt saman í viðleitni til að móta nýja kvikmyndamenningu.16
Vissulega var efnt til „dadaískra“ og „konstrúktívískra“ kvikmyndakvölda,
en kvikmyndir voru sjaldan tengdar ákveðnum hreyfingum með einhlít-
um hætti, líkt og raunin var oft þegar um var að ræða myndlistarsýningar
eða útgáfu bókmennta og tímarita. Á sjálfstæðum vettvangi framúrstefnu-
kvikmyndarinnar voru sameiginleg markmið hinnar nýju kvikmyndalistar
í forgrunni, fremur en tengslin við tilteknar hreyfingar og starfsemi þeirra.
Fyrir vikið er oft erfitt að tengja kvikmyndirnar starfi ákveðinna hreyfinga
15 Richter, Dada – Kunst und Antikunst, bls. 203.
16 Sjá greinargóða umfjöllun Maltes Hagener um þá starfsemi sem hér er lýst: Moving
Forward, Looking Back. The European Avant-garde and the Invention of Film Culture,
1919–1939, Amsterdam: Amsterdam University Press, 2007. Um tilraunir fram-
úrstefnunnar til að móta nýja kvikmyndamenningu, sjá einnig greiningu Károlys
Kókai á umræðu um kvikmyndina í framúrstefnutímaritinu Ma: „Film und Filmp-
rojekte in der Wiener Avantgarde-Zeitschrift Ma (1920-1925)“, Regarding the
Popular. Modernism, the Avant-garde and High and Low Culture, ritstj. Sascha Bru
o.fl., Berlín: De Gruyter, 2011, bls. 379–393.
BEnEdikt HjaRtaRson