Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Side 47
47
og ein afleiðingin er sú að innan kvikmyndafræðinnar eru heiti hreyfinga
eins og dadaismi, kúbismi, konstrúktívismi, expressjónismi eða súrrealismi
oft notuð nokkuð frjálslega. Hugtökin lenda þannig á skjön við notkun
þessara sömu hugtaka í umræðu um bókmenntir og myndlist, þegar horft
er til starfsemi hópa og hreyfinga frá félagsfræðilegu og sögulegu sjón-
arhorni (þótt framúrstefnuhugtakið sé vitaskuld einnig notað í víðari skiln-
ingi í þeirri umræðu og framúrstefnan þá skilgreind út frá fagur fræðilegum
einkennum fremur en skipulagningu og starfsemi hópa og hreyfinga).17
Loks liggur vandinn við að staðsetja kvikmynd Richters í höfundar-
ferli listamannsins sjálfs, sem er um margt lýsandi fyrir vettvang evrópsku
framúrstefnunnar á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Listamenn tengdust
oft ólíkum hreyfingum í tengslaneti evrópsku framúrstefnunnar á ólíkum
tímum og komu að starfsemi hennar eða „verkefni“ með margbreytileg-
um hætti.18 Eins og bent hefur verið á, leiðir ævi Richters okkur „um
flókið tengslanet listamannahópa, ritnefnda og hagsmunaklíkna, sem og
sundurleita og jafnvel þverstæðukennda bendu strauma, hugmynda og
hugsana sem Richter tók virkan þátt í án þess að huga að því hvernig þær
samrýmdust“.19 Þátttöku Richters í tengslaneti framúrstefnunnar má rekja
allt aftur til upphafs annars áratugarins, þegar hann tilheyrði hópi skálda
og listamanna sem söfnuðust saman á Café des Westens í Berlín. Á fyrri
hluta annars áratugarins hafði hann einnig tengsl við Herwarth Walden
og listasamsteypu hans í Berlín, Der Sturm, auk þess sem verk hans tóku
að birtast í öðru lykiltímariti þýska expressjónismans, Die Aktion í ritstjórn
Franz Pfemfert, árið 1914. Á þessum tíma vaknar einnig áhugi hans á kúb-
ismanum. Richter kom síðan að starfsemi Cabaret Voltaire og dadahreyf-
17 Ágæta umfjöllun um þessar ólíku hefðir í rannsóknum á framúrstefnu og á köflum
stormasamt samband þeirra við rannsóknir á módernisma má finna í grein Ástráðs
Eysteinssonar, „„What’s the Difference?“ Revisiting the Concepts of Modernism
and the Avant-garde“, Europa! Europa? The Avant-garde, Modernism and the Fate
of a Continent, ritstj. Sascha Bru o.fl., Berlín: De Gruyter, 2009. bls. 21–35. Sjá
einnig: David Ayers, „Art, Nation and Political Discourse“, Regarding the Popular,
bls. 69–83.
18 Um starfsemi evrópsku framúrstefnunnar sem fagurfræðilegt og menningarlegt
„verkefni“, sjá Wolfgang Asholt og Walter Fähnders, „„Projekt Avantgarde.“
Vorwort“, „Die ganze Welt ist eine Manifestation“. Die europäische Avantgarde und
ihre Manifeste, ritstj. W. Asholt og W. Fähnders, Darmstadt: Wissenschaftliche
Buchgesellschaft, 1997, bls. 1–17.
19 Christoph Bareither o.fl., „Einleitung“, Hans Richters Rhythmus 21, bls. 9–18, hér
bls. 14.
SVIPMYNDIR Að HANDAN