Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Qupperneq 48
48
ingarinnar í Zürich eftir stofnun hennar árið 1916.20 Undir lok annars ára-
tugarins verða pólitískar áherslur meira áberandi í verkum hans og greina
má sterkari tengsl við hreyfingar sem beittu sér fyrir róttækum þjóðfélags-
breytingum, en slíkar áherslubreytingar má sjá í verkum margra fram-
úrstefnumanna við lok heimsstyrjaldarinnar fyrri. Á þessum tíma starfar
Richter m.a. með Theodor Däubler og Ludwig Rubiner, ritstjóra tímarits-
ins Zeitecho, og tengist hópum róttækra listamanna í Zürich.21 Snemma
árs 1919 verður Richter einn af stofnendum Bund radikaler Künstler og
undirritar sameiginlega stefnuyfirlýsingu þess hóps, þar sem kallað er eftir
þjóðfélagslegri og fagurfræðilegri umbyltingu.22 Sama ár er hann virkur
þátttakandi í ráðstjórnarbyltingunni í München og tekur sæti í aðgerða-
nefnd hins skammvinna ráðstjórnarlýðveldisins (þ. Räterepublik).23 Eftir að
byltingartilraunin í München var brotin á bak aftur með vopnavaldi hlaut
Richter fimm ára fangelsisdóm sem síðar var aflétt.24
Frá Zürich og München liggur leiðin aftur til Berlínar, þar sem Richter
tekur upp nána samvinnu við sænska listamanninn Viking Eggeling. Í
sameiningu þróa þeir hugmyndir um nýja tegund kvikmyndagerðar, sem
var ætlað að leggja grunn að nýju „alheimstungumáli“, kvikmyndinni var
ætlað að þjóna sem hreinn rökrænn boðskiptamiðill er gæti megnað að
frelsa listræna sköpun undan oki huglægni og þjóðernis.25 Á þessum tíma
20 Sjá m.a. greinargott yfirlit um feril Richters í Purves og McFarland, „Biographie“,
hér einkum bls. 19–20.
21 Sjá Stephen C. Foster, „Hans Richter. Prophet of Modernism“, Hans Richter. Activ-
ism, Modernism, and the Avant-garde, ritstj. S.C. Foster, Cambridge, London: MIT,
1998, bls. 3–15, hér bls. 10–14; Purves og McFarland, „Biographie“, bls. 23–25.
22 Hans Arp o.fl., „Manifest radikaler Künstler“, Manifeste und Proklamationen der
europäischen Avantgarde (1909–1938), ritstj. Wolfgang Asholt og Walter Fähnders,
Stuttgart, Weimar: Metzler, 1995, bls. 174.
23 Um ráðstjórnarlýðveldið í München og þátttöku listamanna og rithöfunda í
byltingarstarfi þess, sjá Hansjörg Viesel, Literaten an der Wand. Die Münchner Räte-
republik und die Schriftsteller. Frankfurt am Main: Büchergilde Gutenberg, 1980.
24 Sjá Purves og McFarland, „Biographie“, bls. 24–25.
25 Um samstarf Richters og Eggelings, óhlutbundnar kvikmyndir þeirra og hug-
myndina um „alheimstungumál“ eða „universelle Sprache“ kvikmyndarinnar, sjá
R. Bruce Elder, „Hans Richter and Viking Eggeling. The Dream of Universal
Language and the Birth of The Absolute Film“, Avant-garde Film, ritstj. Alexander
Graf og Dietrich Scheunemann, Amsterdam, New York: Rodopi, 2007, bls. 3–53;
Eva Wolf, „Von der universellen zur poetischen Sprache“, Hans Richter. Malerei und
Film, bls. 16–23; Hoffmann, „Hans Richter. Filmemacher des Konstruktivismus“.
Hugmyndin um „alheimstungumál“ kvikmyndarinnar einskorðast ekki við verk
Richters og Eggelings heldur var hér um að ræða eina meginhugmynd umræð-
unnar um kvikmyndina á þriðja áratugnum, eins og sjá má t.a.m. í þekktu riti Béla
BEnEdikt HjaRtaRson