Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Síða 50
50
konstrúktívismanum höfðu orðið að safni allra menningarlegra strauma
hins nýja tíma“.28
Upp úr miðjum þriðja áratugnum fá kvikmyndir Richters á sig skýr-
ari pólitískan svip, en þekktust af kvikmyndum hans frá þessum tíma er
Inflation eða Verðbólga frá 1928.29 Á þessum árum vinnur Richter í aukn-
um mæli með hugmyndir úr smiðju rússneskra kvikmyndagerðarmanna,
sem gegndu lykilhlutverki við mótun nýrrar kvikmyndagerðar í Evrópu á
þriðja áratugnum.30 Áhrif rússnesku kvikmyndarinnar eru einkar sýnileg í
stuttmyndinni Verðbólga, þar sem klippitækni og myndfléttum er beitt að
hætti Eisensteins til að koma á framfæri pólitískri gagnrýni og varpa ljósi á
síminnkandi gildi þýska marksins. Í verkinu má m.a. sjá hvernig myndskot
af þjakaðri og soltinni alþýðu rennur yfir í myndskot af velmegandi borg-
ara þar sem hann reykir vindil sinn uppáklæddur, sem dregur fram ríkjandi
stéttskiptingu og efnahagslegar þverstæður Weimarlýðveldisins. Einnig
er hér klippt á milli myndskota af sístækkandi seðlastöflum og myndskota
af æ verðminni varningi (frá bifreið til heimavafins vindlings), sem undir-
strikar hrun gjaldmiðilsins.31 Verkið er lýsandi fyrir þær breytingar sem
verða í kvikmyndagerð Richters undir lok þriðja áratugarins, þegar hann
hverfur frá óhlutbundnum táknheimi til hefðbundnara kvikmyndamáls,
þótt síðari verk hans byggist að nokkru leyti á fyrri vinnu hans með hrynj-
andi og formfræði kvikmyndamiðilsins. „Pólitískar“ kvikmyndir Richters
frá þriðja áratugnum greina sig jafnframt með skýrum hætti frá þeim
ærslakennda dadaíska leik sem einkennir Reimleika að morgni. Í „pólitísku“
kvikmyndunum bregður áfram fyrir myndskotum sem sverja sig í ætt við
28 Hans Richter, Köpfe und Hinterköpfe, Zürich: Arche, 1967, bls. 67.
29 Sjá Foster, „Hans Richter. Prophet of Modernism“, bls. 14–15; Purves og McFar-
land, „Biographie“, bls. 28–30.
30 Sjá Hagener, Moving Forward, Looking Back, bls. 159–203.
31 Í þessu samhengi má einnig nefna stuttmyndina Rennsymphonie eða Kappreiða-
sinfónía frá 1929, sem byggð er á aðferðum heimildakvikmyndarinnar í bland við
tilraunakennda notkun á myndblöndun, strendingstækni, myndfléttum og ólíkum
sjónarhornum tökuvélarinnar. Kvikmyndin bregður upp mynd af mannlífinu á
skeið vellinum í Hoppegarten, en í verkinu má einnig sjá forvitnilega notkun á
klippitækni, þar sem konstrúktívískri könnun á vélvirki bifreiðarinnar og járn-
brautarlestarinnar er fléttað saman við myndskeið sem sýna hreyfingu hestanna
á skeiðvellinum. Einnig má hér nefna kvikmyndina Every Day, sem Richter vann
á vegum vinnusmiðju hjá London Film Society árið 1929, m.a. í samvinnu við
Eisenstein, Hans Arp og Len Lye, en kvikmyndin var ekki sýnd fyrr en 1968.
Nánari upplýsingar um þær þrjár kvikmyndir Richters sem hér eru nefndar má
finna hjá Scheugl og Schmidt, Eine Subgeschichte des Films, 2. bindi, bls. 739–750.
BEnEdikt HjaRtaRson