Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Blaðsíða 52
52
súrrealískri eða konstrúktívískri rót, en reimleikarnir sjálfir verða að auka-
atriði sem tilheyrir ytra menningarlegu umhverfi verksins. Um leið er
horft framhjá forvitnilegri samræðu kvikmyndarinnar við hefð spíritisma
og aðra strauma nútímadulspeki, sem gegndu veigamiklu hlutverki í evr-
ópskri menningu á fyrri hluta tuttugustu aldar.
Gagnlegt er að huga nánar að þessu sögulega samhengi og leitast við
að greina þá „menningarlegu“ eða „félagslegu orku“ sem brýst fram í svip-
myndum verksins úr handanheimum. Hugtakið „félagsleg orka“ [e. „social
energy“], sem er sótt í skrif Stephens Greenblatt á sviði nýsöguhyggju,34
vísar til viðtekinnar þekkingar sem er í umferð innan tiltekinnar menn-
ingar á ákveðnu tímabili og brýst fram í orðræðu hennar með margbreyti-
legum hætti en verður lesendum síðari tíma oft framandi og illgreinanleg.
Hugtakið „orka“ vísar hér til möguleika „menningarlegra afurða“ og
„tjáningar“ á að „koma róti á hugann“, en í skilningi Greenblatts eru þess-
ir möguleikar ávallt háðir menningarlegum og félagslegum skilyrðum.35
Hlutverk þess sem leitast við að greina og túlka listaverk úr fortíðinni
er að varpa ljósi á þetta samhengi, draga fram „spor“ þessa menningar-
lega veruleika í verkinu og lýsa skilyrðum ímyndanna sem þar birtast.36
„Sporin“ sem hér um ræðir eru afurð þekkingarlegs ferlis, þegar menn-
ingarleg fyrir brigði – þar getur verið um að ræða jafnt „vanabundið tungu-
mál“ og „myndhverfingar, helgisiði, dansa, tákngervingar, klæðnað eða
alkunnar sögur“ svo dæmi séu tekin – eru flutt af „einu menningarlega
afmörkuðu sviði yfir á annað“.37 Markmið hinnar sögulegu greiningar er
að lýsa þessu ferli eða „straumrás“ (e. circulation) félagslegrar orku, sem
er ávallt „rofin, brotakennd og þrungin átökum“.38 Hugtakið „félagsleg
orka“ vísar þannig til menningarlegs ferlis sem tekur jafnt til hugmynda
um „vald, náðargáfu, kynferðislega örvun, félagslega drauma, undur, þrá,
34 Um þróun og aðferðafræði nýsöguhyggju, sjá m.a. Catherine Gallagher og Stephen
Greenblatt. Practicing New Historicism, Chicago, London: University of Chicago
Press, 2000; Moritz Baßler, „Einleitung. New Historicism – Literaturgeschichte als
Poetik der Kultur“, New His tori cism. Literaturgeschichte als Poetik der Kultur, ritstj.
M. Baßler, Tübin gen, Basel: Francke, 2001, bls. 7–28.
35 Stephen Greenblatt, Shakespearean Negotiations. The Circulation of Social Energy in
Renaissance England, Berkeley, Los Angeles: University of California Press, 1988,
bls. 5–6.
36 Sama heimild, bls. 5.
37 Sama heimild, bls. 7.
38 Sama heimild, bls. 19.
BEnEdikt HjaRtaRson