Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Síða 61
61
umræðunnar um verk Mondrians og Kandinskijs og tengsl þeirra við guð-
speki, sem rekja má til fyrstu lykilgreinanna um þessi tengsl frá sjöunda
áratugnum og upphafi þess áttunda, má sjá að hún þjónar í raun tvíþættum
tilgangi.54 Annars vegar beinist hún að því að kanna þessi augljósu tengsl
í verkum listamannanna, hins vegar setur hún áhrifum dulspekinnar skýr
mörk með því að afmarka áhrifin við verk þeirra listamanna sem unnu
með beinum hætti úr hefð hennar. Umræðan um dulspekilegan táknheim
í verkum listamanna eins og Kandinskijs og Mondrians stendur þannig að
nokkru leyti sem fjarvistarsönnun innan listasögunnar. Með rannsóknum
á dulspekilegum táknheimi í verkum þessara listamanna er litið svo á að
búið sé að afgreiða þennan kafla í listasögunni og honum lokað. Þetta er
ein meginástæða þess að söguleg greining á tengslum nútímalistar við hefð
dulspeki hefur verið einkennilega bundin við hefðbundna greiningu á rit-
tengslum og áhrifum.
Frjórri leið til að lýsa þessum tengslum felst í þekkingarsögulegum
áherslum sem lagðar hafa verið í nýrri rannsóknum á dulspeki, þar sem
gengið er út frá víðu þekkingarhugtaki er tekur til ólíkra hugmyndakerfa
jafnt á sviðum vísinda, trúarbragða og fagurfræði. Þannig leitast t.a.m.
Andreas B. Kilcher og Kocku von Stuckrad, hvor á sinn hátt, við að greina
hlutverk dulspekinnar sem mikilvægrar orðræðu innan evrópskrar nútíma-
menningar. Í þeirri sögulegu orðræðugreiningu sem liggur rannsóknum
Schöningh, 1996, bls. 241–263; Hubert van den Berg, „Dada als Emanation des
Nichts. Anmerkungen zum dadaistischen Verhältnis zu Religion und Mystik“,
Erfahrung und System. Mystik und Esoterik in der Literatur der Moderne, ritstj.
Bettina Gruber. Opladen: Westdeutscher Verlag, 1997: 82–101; Roger Lipsey,
The Spiritual in Twentieth-Century Art, New York: Dover, 1988; John F. Moffitt,
Alchemist of the Avant-garde. The Case of Marcel Duchamp, Albany: State Uni versity
of New York Press, 2003; Karel Srp, „Die andere Natur bei František Kupka“,
þýð. Marie Staesche, Okkultismus und Avantgarde., bls. 321–335; Christoph Wag-
ner, „Zwischen Lebensreform und Esoterik. Johannes Ittens Weg ans Bauhaus
in Weimar“, Das Bauhaus und die Esoterik, ritstj. C. Wagner, Bielefeld: Kerber,
2005, bls. 65–77; M.E. Warlick, Max Ernst and Alchemy. A Magician in Search of
Myth, Austin: University of Texas Press, 2001; Willem G. Weststeijn, „Another
Language, Another World. The Linguistic Experiments of Veli mir Khlebnikov“,
L’Esprit créateur 4/1998, bls. 27–37.
54 Sjá m.a. lykilgrein Sixtens Ringbom um Kandinskij, „Art in „The Epoch of the
Great Spiritual“. Occult Elements in the Early Theory of Abstract Painting“,
Journal of the Warburg and Courtauld Institutes, 29/1966, bls. 386–418. Um tengsl
Mondrians við guðspekihefðina, sjá m.a. lykilgrein Roberts P. Welsh, „Mondrian
and Theosophy“, Piet Mondrian 1872–1944. Centennial Exhibition, New York:
Guggenheim Museum, 1971, bls. 35–51.
SVIPMYNDIR Að HANDAN