Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Page 65
65
Titill eins af lykiltextum höfundarins um hina nýju kvikmynd frá þriðja
áratugnum sýnir ótvírætt að henni var ætlað að leiða vitundina út úr öng-
stræti þjóðfélagslegs nútíma – hlutverk kvikmyndarinnar var að frelsa og
leiða til þroska „hina illa þjálfuðu sál“ nútímamannsins. Í greininni sem
hér er vísað til skrifar Richter: „lifandi krafturinn sem býr í skynjun okkar
er þakinn fitu, öndunarferlinu er hamlað, sálin nær ekki að leggja rækt
við möguleika sína og er síður styrkur en veikleiki“.70 Richter horfir hér
einkum til leiksins með rúmfræðileg form í Rhythmus 21 og öðrum óhlut-
bundnum kvikmyndum sínum, en greina má augljós tengsl við það upp-
brot á vanafastri sjónskynjun nútímamannsins sem greina má í Reimleikum
að morgni, þar sem hefðbundin lögmál þyngdarafls, hreyfingar og dauðs
hlutheimsins eru numin úr gildi.71 Með greiningu sinni á grunnlögmálum
hreyfingar, könnuninni á tæknilegum möguleikum kvikmyndamiðilsins
og mótun nýrrar fagurfræði tekst Richter ekki á við „sértækar spurning-
ar sem lúta að formi“ heldur eina af „grundvallarspurningunum er lúta
að þroska sálarlífs okkar“.72 Í óhlutbundnum kvikmyndum sínum hafði
Richter reynt að losa um hömlurnar á sálarlífi nútímamannsins og opna
honum nýja sýn með einskonar „sjokkþerapíu“ eða aðferð fagurfræðilegs
losts.73 Í Reimleikum að morgni leiðir hann áhorfendur hins vegar inn í
ríki dulrænu og ófyrirsjáanlegra hendinga. Fagurfræði verksins byggir á
þeim grundvallarskilningi Richters að í „kvikmyndaskáldskapnum“ sé á
ferð „hreinn leikur ímyndunaraflsins“ sem „skapar nýjan heim“ með því að
„búa til nýtt, algjörlega óþekkt rými, nýja og ókunna atburði“.74 Reimleikar
að morgni felur þannig í sér könnun á sérstæðum listrænum eiginleikum
70 Hans Richter, „Die schlecht trainierte Seele“, G. Zeitschrift für elementare Gestal-
tung, 3/1924, bls. 44–46, hér bls. 46.
71 Um birtingarmyndir dulspeki í óhlutbundnum kvikmyndum Richters hef ég fjallað
í greininni „Spiritualität. Optische Transmutation in Hans Richters Rhythmus 21“,
Hans Richters Rhythmus 21, bls. 147–157.
72 Richter, „Die schlecht trainierte Seele“, bls. 46.
73 Þessar hugrenningar um fagurfræði lostsins byggjast á þekktri greiningu Walters
Benjamin á þekkingarlegum sprengikrafti kvikmyndarinnar. Benjamin fjallar m.a.
um „villimennsku“ dadaismans, er hafi reynt „að ná fram í málverkum (og bók-
menntum) þeim áhrifum sem áhorfendur sækja nú til kvikmyndanna“. Afleiðing-
arnar telur Bejamin vera þær að listaverkið hafi þróast „úr töfrandi augnayndi eða
sefjandi hljómum í skot, sem hitti áhorfandann“: „Listaverkið á tímum fjöldafram-
leiðslu sinnar“, þýð. Árni Óskarsson og örnólfur Thorsson, Fagurfræði og miðlun.
Úrval greina og bókakafla, ritstj. Ástráður Eysteinsson, Reykjavík: Bókmennta-
fræðistofnun Háskóla Íslands, 2008, bls. 549–587, hér bls. 573.
74 Richter, Filmgegner von heute, bls. 30–31.
SVIPMYNDIR Að HANDAN