Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Blaðsíða 67
67
kvikmyndin verður að „líkani hins andlega í listinni“, eins og R. Bruce
Elder hefur bent á.78 Hinn nýi, óefniskenndi, kviki, fljótandi og skugga-
kenndi listmiðill var talinn fær um að fanga hreyfinguna sem slíka, opna
„nýja vídd“ og miðla „nýjum sannleika“,79 auk þess sem hann varpaði ljósi
á þá krafta sem bærðust innra með efnisheiminum og ættu samsvörun í
vitundarlífi mannsins. Tengslin við dulspekilega hefð verða enn skýrari í
texta frá 1926, þar sem Richter fjallar um hina óhlutbundnu eða „algjöru
kvikmynd“80 og lýsir því hvernig skynjun áhorfandans á formum sem þjóta
hjá sjónsviði hans leiðir til sálrænnar endurfæðingar: „Með hraða hreyf-
ingarinnar öðlast augað nýja sál og upplifir hluti sem til þessa höfðu aðeins
borist sundraðir inn í vitundina en ekki í listrænu formi. Það sem menn
skynja er hreyfing.“81 Í könnun Richters á hreinni hreyfingu rúmfræðilegra
forma er því ekki aðeins unnið með líkamsskynjunina sem slíka, könnunin
beinist jafnframt að skynjunarferli sem liggur á dýpra lagi vitundarinnar
eða „sálarinnar“. Markmið hinnar nýju kvikmyndar og „magnþrunginnar“
eða „sálrænnar þekkingarfræði“82 hennar er mótun nýrrar hugsunar, sem
stillt er upp andspænis „kyrrstæðum rýmisformum myndlistarinnar“ og á
að gera manninum kleift að „hugsa í sjónrænum röðum“.83 Í kvikmyndum
Richters sér áhorfandinn „aðeins hreyfingu, skipulagða hreyfingu“ sem
78 R. Bruce Elder, Harmony and Dissent. Film and Avant-garde Art Movements in the
Early Twentieth Century, Waterloo: Wilfrid Laurier University Press, 2008.
79 „Zur Stärkung unseres Bewusstseins“, G. Zeitschrift für elementare Gestaltung,
5–6/1926, bls. 108.
80 Um hugmyndina um hina „algjöru kvikmynd“ [þ. absoluter Film], sjá R. Bruce Elder,
„Hans Richter and Viking Eggeling“.
81 Hans Richter, „Dimension t“, G. Zeitschrift für elementare Gestaltung 5–6/1926, bls.
114.
82 Elder, Harmony and Dissent, bls. xi. Elder ræðir í þessu samhengi um „pneumatic
epistemology“, sem er illþýðanlegt hugtak og vísar í senn til sálrænna þátta og
magnþrunginnar heimsmyndar dulspekinnar, þar sem alheimurinn er knúinn af
duldum kröftum.
83 Richter, „Dimension t“, bls. 114. Í grein eftir Ludwig Hilberseimer frá 1923 má
greina náskyldar hugmyndir. Arkitektinn og borgarfræðingurinn fullyrðir að upp
sé runninn nýr tími „alheimsvitundar“, þegar menn segja skilið við „þennan svo-
kallaða veruleika, sem er ekkert annað en vanabundin mynd náttúrunnar, í þágu
hins andlega, sem skapar nýjan veruleika“. Með skírskotun til kvikmyndarinnar
lýsir Hilberseimer því yfir að „hin nýja hreyfilist“ hafi „með nýjum sprengikrafti
endurlífgað fornar samsvaranir í alheiminum, því í hugskoti manna hefur þetta
vandamál verið til frá örófi alda, sem tungumál sálarinnar“. Ludwig Hilberseimer,
„Bewegungskunst“, MA 5–6/1923, án blaðsíðutals.
SVIPMYNDIR Að HANDAN