Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Page 68
68
„vekur upp andstæður, vekur upp viðbrögð (?) en einnig – hugsanlega –
nautn“.84
Vinnan með andstæður, sem Richter nefnir hér að framan í tengslum
við vinnuna með andhverfur rúmfræðilegra forma og svarts og hvíts í
óhlutbundnum kvikmyndum sínum (myndir 7–9), birtist með öðrum hætti
í Reimleikum að morgni. Grunnandstæða verksins felst í átökunum á milli
kunnuglegs efnisheimsins og framandlegra hreyfilögmála svipanna á hvíta
tjaldinu, en lýsandi dæmi um þessi átök má m.a. sjá í eltingarleik mannver-
anna í verkinu við hattana, sem stöðugt renna þeim úr greipum, og í glímu
mannsins við uppreisnargjarna þverslaufuna í upphafi verksins. Síðar lýsti
Richter þessu „samspili andstæðna“ og átökunum á milli hendingar og
meðvitaðrar sköpunar eða skipulags sem grunninum að „eiginlegri sjálfs-
mynd Dada“, er tengdist viðleitni hreyfingarinnar til að „endurheimta
frumlægan galdur listaverksins“ og „þann særingarmátt sem við leitum
ákafar en nokkru sinni fyrr á þessari öld almenns trúleysis“.85 Þessi galdra-
máttur er samofinn því lögmáli hendingarinnar sem Richter lýsir sem
„nýjum drifkrafti listrænnar sköpunar“, sem „vörumerki“ dadaismans og
þeirri „eiginlegu kjarnareynslu [...] sem greinir Dada frá öllum fyrri lista-
stefnum“.86 Í augum dadaistanna var hendingin einskonar „galdratækni
sem hægt var að beita til að komast handan við mörk orsakasamhengis
og meðvitaðrar tjáningar viljans, til að hið innra eyra og auga yrðu skap-
84 Richter, „Die schlecht trainierte Seele“, bls. 44.
85 Richter, Dada – Kunst und Antikunst, bls. 59–60.
86 Sama heimild, bls. 52.
BEnEdikt HjaRtaRson
Myndir 7, 8 og 9. – Úr Rhythmus 21. © Estate Hans Richter.