Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Side 69
69
ari“.87 Með því að gangast við lögmáli hendingarinnar tók dadaisminn
skref „inn á svið galdra, særinga, véfrétta og spádóma“.88 Ítrekaðar vís-
anirnar í galdratrú í lýsingum Richters, bæði á starfsemi dadaismans og á
þekkingarlegum eiginleikum kvikmyndamiðilsins, draga fram skyldleika
við hefð nútímadulspeki, þar sem horft var til viljastyrks og ímyndunar-
afls sem þess afls er gæti knúið á um andlega endurnýjun og umbyltingu
ríkjandi menningar.
Inngangan í ríki hendingarinnar felur ekki aðeins í sér frelsun undan
oki hins röklega og meðvitaða vilja, heldur markar hún um leið skref hug-
verunnar yfir í vídd þar sem æðri rökvísi ríkir. Í skilningi Richters byggir
listin á „samþættingu innsæis og röklegs vilja, reglu og óreiðu“89 og hún
megnar að „láta hið óreiðukennda tala ... en því er stjórnað af viljanum“.90
Þannig lítur Richter á óhlutbundnu kvikmyndina sem beint framhald
af leit dadaismans að „nýrri einingu hendingar og skipulags“, óreiðu og
sköpunar.91 Í leitinni að æðri rökvísi, sem lýsa má sem drifkraftinum í
„algjörum kvikmyndum“ Richters, má ekki aðeins sjá bein tengsl á milli
dadaískrar fagurfræði hendingarinnar og konstrúktívískrar greiningar á
87 Sama heimild, bls. 57.
88 Sama heimild, bls. 61.
89 Elder, Harmony and Dissent, bls. 148.
90 Hans Richter, „Demonstration of the „Universal Language““, þýð. Harald Stadler,
Hans Richter. Activism, Modernism, and the Avant-garde, bls. 185–239, hér bls. 208.
Hér vitnað eftir ljósprentaðri útgáfu af upprunalegu handriti Richters, sem fylgir
þýðingu Stadlers.
91 Richter, Dada – Kunst und Antikunst, bls. 59.
SVIPMYNDIR Að HANDAN