Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Page 76
76
vinna innsýn í vídd hand-
anheimsins. Lýsing Gunnings á
táknfræði andaljósmyndarinnar,
sem vitnað er til hér að framan,
varpar athyglisverðu ljósi á það
uppbrot á broddborgaraleg-
um menningarheimi nútímans
sem er drifkraftur Reimleika
að morgni. ærslakenndur leik-
urinn í verkinu, þar sem svipir
að handan spretta áreynslu-
laust fram í miðli kvikmyndar-
innar, sækir í þessa spíritísku
hefð. Verkið hvílir á samslætti
og átökum tveggja vídda: lög-
mál annarlegrar hreyfingar og
dulrænna krafta brjótast inn í
hversdagslífið og valda usla með því að koma róti á hefðbundið borg-
aralegt hlutverk kaffikanna, harðkúluhatta, brunaslangna, skyrtukraga og
þverslaufa.
Mörk þessara tveggja vídda eru þó ekki skýr og jafnvel líkamarnir í
verkinu verða óræðir, áhorfendum reynist oft erfitt að greina hvaða svipir
á tjaldinu eru spor efnislegra líkama og hverjir þeirra eru spor andlegra
vera. Þannig eru þeir skildir eftir í óvissu um hvort verurnar sem ganga
inn í staurinn eru vofur sem láta sig hverfa eða menn af holdi og blóði
sem verða að leiksoppi dulrænna afla, hvort verurnar sem týna skeggi
sínu og endurheimta það í einni svipan eru lífs eða liðnar, þótt rólynd-
islegt yfirbragð beggja þessara hópa bendi til að verurnar séu þessa heims.
Mennirnir sem hlaupa á eftir höttum sínum í verkinu virðast augljóslega af
holdi og blóði, en öðru gegnir um annarlegan og yfirlýstan svip sem birtist
um miðbik verksins og lýsa má sem hefðbundinni afurð þeirrar táknfræði
sem er undirstaða rafrænna birtingarmynda að handan (mynd 14). Á óræð-
um mörkum liggur mynd höfuðsins sem áhorfendur sjá klofna og tvöfald-
ast í fyrri hluta verksins, en hér er augljóslega á ferð höfuð þess líkama
sem áhorfendur sjá fyrr í verkinu rembast við að beygja uppreisnargjarna
þverslaufu og skyrtukraga undir lögmál borgaralegrar fatatísku (myndir
15–16).
BEnEdikt HjaRtaRson
Mynd 14. – Úr Reimleikum að morgni.
© Estate Hans Richter.