Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Page 77
77
Þótt áhorfendur fái ákveðnar vísbendingar um uppruna og gerð þessara
ólíku líkama í verkinu er ógerlegt að flokka þá eða staðsetja með einhlít-
um hætti. Vandkvæðin við að greina á milli efnislegra og andlegra líkama
kunna að hluta til að helgast af því að í dulrænni hefð hefur maðurinn alla
jafna a.m.k. tvo líkama – höfuðið sem klofnar fyrir augum áhorfandans
kann allt eins að vera birtingarmynd ólíkra líkama veru af þessum heimi
og annarlegur svipur að handan. Í orðræðu nútímadulspeki má víða rek-
ast á hugmyndir um andlegan líkama, sem er ekki aðeins myndhverfing
fyrir tilvist einhverskonar andlegrar verundar utan efnislíkamans, heldur
ber öll sömu einkennin – hann hefur „andleg bein, vöðva, hjarta, lungu,
taugar, heila o.s.frv.“ eins og lesa má í spíritískum texta frá nítjándu öld.109
Þegar litið er á Reimleika að morgni sem lýsandi dæmi um ærslafullan leik í
anda dadaisma eða birtingarmynd þeirrar fagurfræði Richters sem byggir
á samspili andstæðna er um leið mikilvægt að horfa til þess hvernig verkið
vinnur úr táknfræðilegri hefð andaljósmyndunar. Ímyndir handanheimsins
eru nýttar sem einskonar móthverfa hins hversdagslega rýmis og valda þar
margvíslegri truflun.
109 William Fishbough, „Laws and Phenomena of the Soul. Number One”, Spirit
Messenger and Harmonial Advocate 6/1852, bls. 1. Hér vitnað eftir Sconce, Haunted
Media bls. 42–43. Um þær ólíku gerðir líkama sem hér eru nefndar, sjá einnig
umfjöllun Lyndu Nead um „jarðneska líkama“ og „astrallíkama“ í árdaga kvik-
myndarinnar: The Haunted Gallery. Painting, Photography, Film c. 1900, New Haven,
London: Yale University Press, 2007, bls. 171–245.
SVIPMYNDIR Að HANDAN
Mynd 15 og 16. – Úr Reimleikum að morgni. © Estate Hans Richter.