Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Síða 80
80
á því að vofurnar „eru lausar undan oki efnisheimsins og þyngdarafls-
ins“.121
Hefðin sem hér er lýst varpar ljósi á kvikmyndasögulegar rætur aftur-
gangnanna í kvikmynd Richters. Um leið og horft er til þessarar hefðar
er þó einnig mikilvægt að huga að þeim ólíku orðræðum samtímans sem
móta fagurfræði verksins. Hér er ekki aðeins átt við sögulegar aðstæður
millistríðsáranna og þá þráhyggju fyrir dauðanum sem setur svip sinn á
menningarafurðir Weimar-tímabilsins.122 Einnig er mikilvægt að horfa til
þeirrar félagslegu orku sem býr í dulspekilegum hugmyndum um þekking-
arkraft kvikmyndamiðilsins og þeirri hefð andaljósmyndunar og spíritískr-
ar miðilsstarfssemi sem Reimleikar að morgni hvílir á. Verk Richters felur
í sér gagnrýna og íróníska fjarlægð á hugmyndir og starfsemi spíritism-
ans, sem verður fyrst og fremst útgangspunktur gáskafulls leiks með tækni
kvikmyndarinnar. Írónían sem einkennir framsetningu Richters á verum
og lögmálum handanheimsins er þó ekki til marks um að tengslin við hefð
spíritismans gegni veigalitlu hlutverki í verkinu. öllu heldur má líta á
íróníuna sem margslungna samræðu við þessa hefð, og þegar upp er staðið
verður ekki framhjá því horft að Reimleikar að morgni bregður upp kynngi-
mögnuðum svipmyndum úr ríki hinna framliðnu. Óreiðukennd heims-
mynd verksins, þar sem framliðnir og lifandi sveima um hlið við hlið og
hefðbundin lögmál tíma og þyngdarafls eru numin úr gildi, er afurð spír-
itisma og annarra dulspekilegra þekkingarhefða, en eigi að síður felur hún
í sér úrvinnslu á kvikmyndasögulegum minnum og fram setningarhefðum.
Reimleikar að morgni er fjarri því að geta talist spíritískt eða dulspekilegt
verk. Greining á sporum dulrænnar þekkingarhefðar í kvikum táknheimi
verksins leiðir þó í ljós að það hefur að geyma margbrotinn vitnisburð um
furðukenndar hræringar í þekkingarkerfi nútímans.123
121 Curtis, Dark Places, bls. 158.
122 Sjá greiningu Antons Kaes á kvikmyndagerð Weimar-lýðveldisins og úrvinnslu
hennar á „tráma“ heimsstyrjaldarinnar fyrri í ritinu Shell Shock Cinema. Weimar Cul-
ture and the Wounds of War, Princeton, Oxford: Princeton University Press, 2009.
Hér má einnig benda á lykilrit Lotte Eisner frá 1952, þar sem hún rekur gotnesk
einkenni á þýskri kvikmyndagerð tímabilsins, einkum í hefð expressjónismans, að
nokkru leyti til blóðbaðs heimsstyrjaldarinnar miklu: L’Écran démoniaque, París: Le
Terrain vague, 1965.
123 Kærar þakkir fær samstarfsfólk mitt í Forschungsnetzwerk BTWH fyrir frjóar sam-
ræður um verk Richters á síðustu árum, einkum á ársþingum tengslanetsins í
Tübingen 2011 og í Reykjavík 2012. Án þessa öfluga samræðuvettvangs hefði
greinin aldrei litið dagsins ljós. ég vil jafnframt þakka Pétri Péturssyni, Bjarna
Randver Sigurvinssyni, Sólveigu Guðmundsdóttur, Guðna Elíssyni og Birni Þór
BEnEdikt HjaRtaRson