Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Síða 81
81
Ú T D R Á T T U R
Svipmyndir að handan
Um miðla, fagurfræði og launhelgar nútímans
Kvikmyndin Vormittagsspuk eða Reimleikar að morgni eftir Hans Richter er jafnan
talin til lykilverka þeirrar tilraunakvikmyndahefðar sem mótaðist á þriðja áratugn-
um. Fræðimenn hafa lagt megináherslu á tilraunakenndar aðferðir Richters, form-
fræði verksins og þann ærslakennda dadaíska leik sem þar birtist, en minna hefur
farið fyrir umræðu um tengslin við spíritisma og aðra strauma nútímadulspeki.
Táknheimur verksins sækir með margvíslegum hætti í sýn nútímadulspeki á þekk-
ingarlegan sprengikraft fagurfræðilegs ímyndunarafls, hugmyndir hennar um raf-
ræna miðla og birtingarmyndir fyrirbrigða úr öðrum víddum. Verkið er merkilegur
sögulegur vitnis burður um það veigamikla hlutverk sem orðræða dulspeki gegndi í
hugmyndinni um menningarlegan nútíma á fyrstu áratugum 20. aldar.
Lykilorð: framúrstefna, tilraunakvikmyndir, dulspeki, spíritismi, söguleg orðræðu-
greining
A B S T R A C T
Visions from Beyond
Media/Mediums, Aesthetics and the Mysteries of Modernity
Hans Richter’s Vormittagsspuk is traditionally regarded as one of the key works of
experimental film making in the 1920s. Scholars have focused primarily on Rich-
ter’s experimental techniques, formal aspects of the work and its dadaist images of
burlesque play. Less attention has been paid to the links with spiritism and other
currents of modern esotericism. The film’s imagery shows obvious traces of the ep-
istemology of modern esotericism, its visions of the magical power of the aesthetic
imagination and its conceptions of electronic media and manifestations of pheno-
mena from other dimensions. Richter’s film is a noteworthy document about the
important role of esoteric discourse in shaping cultural modernity in the early 20th
century.
Keywords: avant-garde, experimental film, esotericism, spiritism, historical discourse
analysis
Vilhjálmssyni fyrir gagnlegar samræður um efnið og ábendingar um heimildir.
Þakkir fá einnig tveir nafnlausir ritrýnendur fyrir nytsamlegar ábendingar og afar
uppbyggilega gagnrýni. Loks vil ég þakka nemendum í námskeiði okkar Péturs
Péturssonar haustið 2012, „Dulspeki, fagurfræði og nútími“, fyrir gefandi sam-
ræður um samhengi dulrænna fræða í menningu nútímans.
SVIPMYNDIR Að HANDAN