Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Page 84
84
verk Finns þegar hann ritar fyrstu grein sína um listamanninn. Engu að
síður virðist hann sannfærður um að þarna sé „alþjóðlegur samsærismaður
á ferð“ eins og Björn Th. Björnsson bendir á í ritinu Íslensk myndlist.4 Björn
túlkar viðbrögð Valtýs þannig að „tilraun“ Finns hafi verið „ótímabær“5 og
„þjóðfélagið í heild sinni“ ekki reiðubúið að veita „kúbisma“ hans við-
töku.6 Þetta hefur síðan verið ríkjandi túlkun á viðtökum samtímans til
abstraktverka Finns. Í endurskoðaðri listasögu heldur æsa Sigurjónsdóttir
því til að mynda fram að almenning hafi skort „þekkingu til að setja nýjar til-
raunir í það listsögulega samhengi sem þurfti til að hægt væri að njóta nýrra
verka til fulls.“7 Báðir listfræðingarnir hafa sitthvað til síns máls, en hér er
ætlunin að sýna fram á að ekki sé hægt að útskýra viðtökurnar alfarið með
því að vísa til þekkingarskorts þjóðfélags sem ekki var reiðubúið að taka á
móti nýjungum. Í staðinn verður sjónum beint að þekkingunni sem réð því
að verkunum var hafnað. Vísbendingin um að ákveðin þekking hafi verið
til staðar er áðurnefnd skrif Valtýs, þar sem hann gerir þátttöku Finns í
sýningu hjá galleríi Der Strum í Berlín, skömmu fyrir heimkomuna, að
sérstöku umræðuefni. Umfjöllunin bendir til þess að Valtýr hafi þekkt
til nýrra strauma í evrópskri nútímalist og haft ákveðnar hugmyndir um
hvernig myndlist var sýnd hjá Der Sturm. Til að átta sig á ástæðunum sem
lágu að baki efasemdum Valtýs, verður sjónum beint að skrifum Alexanders
Jóhannessonar, sem taldi að róttækar listastefnur frá meginlandi Evrópu
gætu haft slæm áhrif á myndlist á Íslandi. Þessi viðhorf koma skýrt fram
í Alþýðufyrirlestri, sem hann hélt á vegum Stúdentafélagsins þann 9. maí
1920 og birtist skömmu síðar á prenti í Óðni undir yfirskriftinni „Nýjar
listastefnur“.8 Benedikt Hjartarson bókmenntafræðingur hefur fjallað um
fyrirlesturinn í grein um framúrstefnu,9 en það hefur hvergi verið minnst
á hann í listsögulegu skrifum.10 Annar fyrirlestur sem Alexander hélt á
4 Björn Th. Björnsson, Íslensk myndlist á 19. og 20. öld. Drög að yfirliti I, Reykjavík:
Helgafell, 1964, bls. 194
5 Sama heimild, bls. 193.
6 Sama heimild, bls. 193, 196.
7 æsa Sigurjónsdóttir, „Hlutverkið mikla“, ritstj. Ólafur Kvaran, Íslensk listasaga II,
Reykjavík: Listasafn Íslands og Forlagið, 2011, bls. 8–17, hér bls. 16.
8 Alexander Jóhannesson, „Nýjar listastefnur (Alþýðufræðsla Stúdentafjelagsins 9.
mai 1920)“, Óðinn 1–6/1920, bls. 41–56.
9 Sjá Benedikt Hjartarson, „Af úrkynjun, brautryðjendum, vanskapnaði, vitum og
sjáendum. Um upphaf framúrstefnu á Íslandi“, Ritið 1/2006, bls. 79–119.
10 Greinina er t.d. ekki að finna á heimildaskrá Íslenskrar listasögu II, sem kom út árið
2011.
MaRgRét ElísaBEt ÓlafsdÓttiR