Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Qupperneq 85
85
vegum Listvinafélagsins um skylt efni er betur þekktur,11 en hann kom út í
Eimreiðinni árið 1922.12 Júlíana Gottskálksdóttir hefur tæpt á inntaki hans,
án þess að tengja það beint við blaðaskrif Valtýs sem hún telur hafa ráðið
því hvaða viðtökur verk Finns fengu.13 Það er því full ástæða til að skoða
fyrirlestra Alexanders, þar sem í þeim koma fram viðhorf sem enduróma í
grein Valtýs og áttu eftir að birtast víðar í skrifum um nútímalist á Íslandi
fram eftir öldinni.
Vandinn við að skilgreina „sanna íslenska myndlist“
Til að átta sig á hvernig ákveðin afstaða nær að festa rætur og hafa áhrif
á umræðuna, árum og jafnvel áratugum saman,14 er vert að hafa í huga
stöðu myndlistar á Íslandi við upphaf 20. aldar. Þá horfðu menntamenn
bjartsýnir á framtíð íslenskrar menningar og lista, sem þeir vildu að yrði
samanburðarhæf við listir og menningu á meginlandi Evrópu.15 Þeir litu
svo á að íslensk menning væri að rísa eftir tímabil niðurlægingar, en við-
mið endurreisnarinnar voru þjóðveldistíminn og evrópsk hámenning.
Ekki hafði tekist að finna haldbæra sönnun þess að myndlistin hefði átt sitt
gullaldarskeið á þjóðveldisöld líkt og bókmenntirnar, og því þótti brýnt að
skýra sérstöðu listgreinar, sem var að fæðast í landinu, og styðja verðuga
fulltrúa hennar. Þessa sjást glögg merki í skrifum um myndlist frá fyrstu
áratugum aldarinnar, þar sem lögð er áhersla á að skilgreina eiginleika
góðrar myndlistar og „íslenska“ fagurfræði, sem ólíkir höfundar telja æski-
legt að myndlistarmenn leggi rækt við.
Fyrstu áratugi aldarinnar voru það menntamenn sem helst tjáðu sig
opinberlega um verk íslenskra listamanna. Alexander Jóhannesson,
11 Júlíana Gottskálksdóttir, „Opinber vettvangur fyrir myndlist“, Íslensk listasaga I, bls.
169–173, og „Tilraunin ótímabæra. Um abstraktmyndir Finns Jónssonar og við-
brögð við þeim“, Árbók Listasafns Íslands 1990–1992, ritstj. Bera Nordal, Reykjavík:
Listasafn Íslands, 1993, bls. 74–101.
12 Alexander Jóhannesson, „Um málaralist nútímans“, Eimreiðin 1/1922, bls. 14–
24.
13 Júlíana Gottskálksdóttir „Tilraunin ótímabæra“, bls. 98–99.
14 Hér má t.d. benda á þekkta greinaröð Jónasar Jónssonar frá Hriflu, „Hvíldartími
í listum og bókmenntum,“ Tíminn 6., 13. og 18. desember 1941, bls. 500–501,
512–514, 520–522.
15 Sjá til dæmis Sigríði Matthíasdóttur, Hinn sanni Íslendingur – þjóðerni, kyngervi og
vald á Íslandi 1900–1930, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2004, og Ólaf Rastrick, Íslensk
menning og samfélagslegt vald 1910–1930, [óútgefin doktorsritgerð, sagnfræði- og
heimspekideild], Háskóli Íslands, 2011.
VIðTöKUR EXPRESSJÓNÍSKRA MÁLVERKA FINNS JÓNSSONAR