Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Qupperneq 86
86
Guðmundur Finnbogason og Ágúst H. Bjarnason skrifuðu allir um verk
frumherjanna, en af þeim má sjá að þeir hrifust sérstaklega af högg-
myndum Einars Jónssonar. Þær kveiktu væntingar um að á Íslandi væri
hægt að skapa stórbrotna myndlist sem væri vitnisburður um andlegar og
menningarlegar framfarir í landinu. Á fyrstu tveimur áratugum tuttug-
ustu aldarinnar virtist miða hægt en örugglega í framfaraátt, en eftir fyrri
heimsstyrjöldina stefnir í voða.16 Áður en stríðið skall á höfðu viðhorf til
lista verið tekin til rækilegrar endurskoðunar af ákveðnum listamönnum
á meginlandi Evrópu, en eitt fyrsta merki þess að menn hefðu áhyggj-
ur af mögulegum áhrifum þeirra á Íslandi kemur fram í áðurnefndum
Alþýðufyrirlestri Alexanders. Hann kynnir þar til sögunnar evrópska
nútímalist, í þeim tilgangi að benda á möguleg neikvæð áhrif hennar á
framfarir í listum á Íslandi. Fyrirlesturinn vakti engar opinberar deilur, að
því er séð verður, enda ekki ástæða til. Enginn íslenskur myndlistarmaður
hafði sýnt verk sem svöruðu til lýsinga hans á list sem bar öll merki and-
legrar og menningarlegrar hnignunar. Það átti þó fljótt eftir að breytast
því um sumarið hélt Jón Stefánsson í fyrsta skipti sýningu í Reykjavík.17
Málverk hans þóttu „nýtízkuleg“18 og það vakti spurningar hjá Alexander
sem fjallaði síðar um verk hans hjá Listvinafélaginu.19 Hann tekur skýra
afstöðu gegn þeim, um leið og hann setur fram nákvæmar skilgreiningar á
hvað einkennir góða list. Þær síast inn í almenna orðræðu og hafa mótandi
áhrif á afstöðu margra til myndlistar næsta áratuginn, þar sem samband er
sett milli góðrar listar og íslenskrar listar.
Einkenni íslenskrar myndlistar eru orðin skýr í huga Jóns Þorleifssonar
gagnrýnanda Morgunblaðsins haustið 1934, þegar hann skrifar um lands-
lagsmálverk Kristjáns H. Magnússonar og Guðmundar Einarssonar frá
Miðdal.20 Þá um vorið hafði Jón Engilberts í skrifum um sýningu nafna
síns fjallað um myndlistarmenn, sem „stundum hafa lagt meiri rækt við
16 Sigríður Matthíasdóttir nefnir styrjöldina sem vendipunkt í umræðunni um íslenskt
þjóðerni, bls. 118–122. Efasemda um ágæti nútímamenningar var hins vegar farið
að gæta fyrir stríð, samanber skrif Þorvaldar Thoroddsen, „Nýjungar og stefnu-
breytingar nútímans. III Skuggahliðar menningarinnar. öfgastefnur“, Eimreiðin,
3/1910, bls. 199–224.
17 Fyrsta málverkasýning Jóns Stefánssonar í Reykjavík var opnuð í K.F.U.M.-húsinu
í lok júlí 1920.
18 [Höfund vantar], „Málverkasýning“, Morgunblaðið 21. júlí 1920, bls. 2.
19 Alexander Jóhannesson, „Um málaralist nútímans“, bls. 19–20.
20 Orri [Jón Þorleifsson], „Málverkasýning“, Morgunblaðið 9. október 1934, bls. 5 og
„Málverkasýning“, Morgunblaðið 30. nóvember 1934, bls. 6.
MaRgRét ElísaBEt ÓlafsdÓttiR