Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Síða 87
87
áhorfendur en sitt takmark sem listamenn.“21 Hann taldi að íslensk mynd-
list hefði beðið skaða af undirgefni listamanna við smekk almennings og
ætti á hættu að verða of staðbundin. Hann hvatti til breyttra viðhorfa, um
leið og hann tók fram að þetta ætti ekki við um Jón Þorleifsson. Hvort þessi
afstaða varð til að styrkja Morgunblaðsgagnrýnandann í skoðunum sínum
skal ósagt látið, en um haustið lendir hann í ritdeilum um báðar fyrrnefndu
sýningarnar. Hann hafði lýst verkum Guðmundar af „einhverri [svo] öræfa-
landslögum“ sem tilbreytingarlitlum, leiðigjörnum og daufum og sagt
að Kristján kynni ekki að gefa litunum „malerískan kraft“. Hvorugur var
verðugur fulltrúi íslenskrar myndlistar, enda ekki hægt að greina í verk-
um þeirra þau cézönnsku áhrif sem Jón Engilberts sagði einkenna verk
nafna síns. Skrifin skerptu á skilgreiningunni á sönnum listamönnum og
„áhugamönnum“ sem höfðu „ónóga skólun“ og „ónóga listræna mennt-
un“.22 Um leið var þeim ætlað að vekja lesendur til vitundar um einkenni
góðrar íslenskrar listar, sem „tignar það sem best hefur verið gert“ skrifar
Jón Þorleifsson,23 staðráðinn í að festa í sessi samþykki ákveðinna strauma í
evrópskri nútímalist, sem ekki höfðu rofið tengsl við klassísk gildi.24
Hér gætir áhrifa af skrifum áðurnefndra menntamanna um leið og
merkja má ákveðin straumhvörf. Umræðan um myndlist á fyrstu ára-
tugum aldarinnar átti sér stað á grunni nýs félagslegs, menningarlegs og
pólitísks landslags, þar sem myndlistarmenn, rithöfundar, menntamenn og
stjórnmálamenn töldu sig allir hafa eitthvað til málanna að leggja. Íslenskir
myndlistarmenn tilheyrðu áður óþekktum þjóðfélagshópi sem ekki átti
sér skilgreindan stað í samfélaginu, ólíkt menntamönnunum sem tengd-
ust Háskóla Íslands og öðrum opinberum menningarstofnunum og litu
á það sem skyldu sína að fræða samborgarana um einkenni góðrar list-
ar. Guðmundur Finnbogason var einn þeirra sem töldu það vera í sínum
verkahring að uppfræða almenning og aðstoða hann við að bera kennsl á
21 Jón Engilberts, „Málverkasýning Jóns Þorleifssonar“, Morgunblaðið 1. apríl 1934,
bls. 5.
22 Þessi orð er að finna í gagnrýninni um verk Kristjáns Helga Magnússonar frá 9.
október, sem Hrafnhildur Schram fjallar um í „Kristján Helgi Magnússon“, Íslensk
listasaga II, bls. 160–162.
23 Ýlir [Jón Þorleifsson], „Íslensk list.“, Morgunblaðið 13. desember 1934, bls. 4.
24 Sjá til dæmis þá áherslu sem Ólafur Kvaran leggur á að draga fram klassíska undir-
stöðu í verkum Jóns Stefánssonar, sem hann segir sótta til Cézanne: Ólafur Kvaran,
„Jón Stefánsson“, Íslensk listasaga I, ritstj. Ólafur Kvaran, Reykjavík: Forlagið, 2011,
bls. 122–136; sérstaklega undirkaflana „Klassísk viðmið“, bls. 125–130 og „Hin
klassíska hefð“, bls. 135–136.
VIðTöKUR EXPRESSJÓNÍSKRA MÁLVERKA FINNS JÓNSSONAR