Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Page 88
88
og læra að meta sanna list. Hann var félagsmaður í Listavinafélaginu, sem
var stofnað árið 1916, rétt eins og Alexander Jóhannesson. Báðir héldu
fyrirlestra á vegum félagsins, Alexander um nútímalist en Guðmundur um
gullinsnið og skynjun.25 Í skrifum þeirra koma fram áhrif frá klassisisma
Weimars, sem sameinar hugmyndir klassíska tímabilsins, upplýsingastefn-
unnar og rómantíkurinnar. Báðir vitna í Schiller og Goethe, sem áttu þátt í
að móta hugmyndir þeirra um myndlist og hvernig hún gæti eflt andlegan
þroska. Þessi afstaða birtist í skrifum þeirra um íslensku myndlistarmenn-
ina, ekki síst þeim er fjalla um höggmyndir Einars Jónssonar.26 Alexander
telur Þróun vera besta verk hans, en þar sést sitjandi álútur risi hemja uxa
með því að halda honum niðri við jörðina. Risinn hvílir annan handlegginn
á öxlum manns sem stendur uppréttur með aðra höndina á öxl risans en í
hinni heldur hann á hnetti. Upp af honum rís krossfestingartákn en aftan
við það krýpur maður í bænastöðu. Verkið lýsir „framsóknarbaráttu mann-
anna að fullkomnunartakmarki trúar og siðgæðis“, þar sem uxinn er tákn
afls og ruddaskapar en krossmarkið hugsjónarinnar og „æðasta takmarks
mannsins“, sem er Kristur.27 Þessu takmarki getur maðurinn ekki náð
án baráttu við þau andstæðu öfl sem í verkinu birtast. Heimspekingarnir
Guðmundur Finnbogason og Ágúst H. Bjarnason eru ekki síðri aðdáendur
verka Einars Jónssonar. Sá síðarnefndi á erfitt með að leyna hrifningu sinni
þegar hann lýsir viljafestu og sálarþreki manns sem á yfir höfði sér Refsidóm
í samnefndu verki,28 eða þegar hann mælir með því að reist verði högg-
mynd af Ingólfi Arnarsyni í Reykjavík, sem tákn nýfenginnar sjálfsstjórn-
ar.29 Skrif þeirra og Sveins Sigurðssonar ritstjóra Eimreiðarinnar30 sýna að
25 Júlíana Gottskálksdóttir, Íslensk listasaga I, bls. 170–171. Guðmundur gaf út bókina
Af Sjónarheimi árið 1918, en hún fjallar að stórum hluta um skynjun og hefur að
geyma kafla um gullinsnið.
26 Sjálfur hafði Einar Jónsson sterka skoðun á klassískri höggmyndalist og taldi áhrif
hennar hefta framgang listgreinarinnar í nútímanum. Listamaðurinn átti að læra
af náttúrunni, en um þetta voru bæði Guðmundur Finnbogason og Alexander
Jóhannesson honum sammála. Um viðhorf Einars Jónssonar má lesa í Ólafi Kvaran,
Íslensk listasaga I, bls. 51–53.
27 Alexander Jóhannesson, „Síðustu listaverk Einars Jónssonar“, Eimreiðin 1/1915,
bls. 1–7, hér bls. 5–6.
28 Ágúst H. Bjarnason, „Einar Jónsson: Refsidómur“, Eimreiðin 2/1897, bls. 87–89.
Hugmyndir um samband karlmennsku og listrænnar sköpunnar eru þó hvergi
settar fram á jafn opinskáan hátt og í grein Símons Jóh. Ágústssonar, „Listsköpun
og kendarmörk“, Eimreiðin 2/1931, bls. 123–141.
29 Ágúst H. Bjarnason, „Ingólfslíkneskið á Arnarhóli“, Reykjavík, Eimreiðin 1–2/1918,
bls. 79–82.
30 Sveinn Sigurðsson, „Fjölvís listamaður“, Eimreiðin, 6/ 1924, bls. 364–368.
MaRgRét ElísaBEt ÓlafsdÓttiR