Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Blaðsíða 90
90
anna Picasso og Picabia af nákvæmni, áður en hann varar við hreyfingum
sem „hafa breiðst út um nær alla Evrópu“ og til Norðurlanda.36 Hann
skilgreinir síðan expressjónistana sem árásarmenn og myndbrjóta sem
„hafa leitað að vanskapnaði og fráhvarfi hins eðlilega á öllum sviðum“.37
Háskólamaðurinn varar menn við að treysta í blindni á slíkar nýjungar,
sem að hans mati fela í sér yfirvofandi ógn fyrir framfarir í menningu og
listum á Íslandi. Þegar höfð eru í huga skrif hans um ágæti hins siðferðilega
boðskapar er fram kemur í verkum Einars Jónssonar, ættu þessar áhyggjur
ekki að koma á óvart. Fordæmingin á expressjónismanum og viðvörunin
sem henni fylgir verður hins vegar ekki skiljanleg nema hún sé skoðuð
í samhengi við skrif danska læknisins C. J. Salomonsen, sem setti fram
þá kenningu að expressjónisminn lýsti sjúklegu sálarástandi. Salomonsen
sendi frá sér tvær bækur um efnið árið 1919 og 192038 og var síðari bókin
nýkomin út þegar Alexander flutti alþýðufyrirlesturinn, sem er að stórum
hluta byggður á henni.39 Fyrri bók læknisins vakti deilur í Danmörku40
og því má gera ráð fyrir að Alexander hafi fylgst með umræðunum og haft
áhyggjur af þróuninni, enda Kaupmannahöfn næsti bær við Reykjavík og
allnokkrir listamenn búsettir þar.41
En lítum nánar á skrif Salomonsens og ástæður þess að þau fá þá
athygli sem raun ber vitni. Í fyrri bókinni setur hann fram þá kenningu að
expressjónisminn sé farsótt sem breiðst hafi um alla Evrópu fyrir til stuðlan
bæklinga, plakata og sýningarrita, sem hafi verið dreift af sendiboðum
gallerís Der Sturm í Berlín og tímaritsins Klingen í Kaupmannahöfn.42
Salomonsen er ekki einn um að hafa áhyggjur af verkum expressjónist-
36 Sama heimild, bls. 42.
37 Sama heimild, bls. 43.
38 Carl Jul. Salomonsen, De nyeste kunstretninger og smitsomme sindslidelse før og nu,
København: Levin & Munksgaard Forlag, 1919 og Tillægsbemærkinger om dys-
morphismens sygelige nature, København: Levin & Munksgaard,1920.
39 Það má vel vera að Alexander hafi verið á ferðinni í Kaupmannahöfn þennan vetur,
en hér verður það látið liggja á milli hluta. Myndirnar sem birtast með grein Al-
exanders í Óðni eru hins vegar þær sömu og birtar eru í bók Salmonsens.
40 Sjá Hanne Abilgaard, „Dysmorfisedebatten, en diskussion om sundhed og sygdom
i den modernistiske bevægelse omkring første verdenskrig“, Fund og Forskning
27/1984–1985, bls. 131–158. Greinin er aðgengileg á slóðinni http://tidsskrift.dk/
index.php/fundogforskning/article/view/1629/2707 [síðast sótt 24. janúar 2013].
41 Jón Stefánsson, Kristín Jónsdóttir, Guðmundur Thorsteinsson, Jóhannes S. Kjar-
val, Finnur Jónsson og fleiri voru með fasta búsetu eða í námi í Kaupmannahöfn á
árunum 1919–20.
42 Carl Jul. Salomonsen, De nyeste kunstretninger og smitsomme sindslidelse før og nu,
bls. 9.
MaRgRét ElísaBEt ÓlafsdÓttiR