Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Síða 91
91
anna, en tekur fram að sumir verji þau sem listræna framúrstefnu. Aðrir
líti hins vegar svo á að þarna sé um að ræða auglýsingaherferð svindl-
ara. Sjálfur kýs hann að setja fram þá kenningu að verkin beri ótvíræð
merki um sálsýki sem sé bráðsmitandi, líkt og hröð útbreiðsla stefnanna
sýni. Samkvæmt Hanne Abilgaard kviknaði áhugi Salomonsens á efninu
þegar hann sá sýningu á verkum eftir Brücke-málarana í Kleisgalleríinu í
Kaupmannahöfn árið 1908. Í kjölfar þeirrar sýningar fylgdu fleiri af sama
toga, sem settar voru upp í borginni á árunum 1912 til 1918 að undirlagi
Herwarth Walden, eiganda Der Sturm-gallerísins.43 Á þessum sýningum
mátti sjá verk ítölsku fútúristanna, expressjónistanna í Der blaue Reiter
og kúbistanna Fauconnier og Raoul Dufy. Der Sturm hafði því áhrif í
Danmörku, en ein elsta umfjöllunin um galleríð á Íslandi birtist á forsíðu
Frétta þann 31. júlí árið 1918. Þar lýsir fréttaritari gestrisni Waldens og
sérlistasafni hans, sem hann segir hafa að geyma „bolsjevísk“ verk eftir
Chagall, Kokoschka og Kandinsky. Tekið er fram að galleríið hafi á sér
vafasamt orðspor og að tvennum sögum fari af starfseminni. Der Sturm
var Íslendingum því ekki alveg ókunnugt.
Salomonsen sækir sýningar gallerísins í Kaupmannahöfn og fær áhuga
á að rannsaka tilurð verkanna. Hann byggir rannsóknina á heimsóknum
á sýningar, bréfaskriftum og gögnum sem hann viðaði að sér.44 Út frá
þeim mótar hann kenninguna um „dysmorphismann“ sem Alexander
þýðir sem vanskapnaðarstefnu. Dysmorphisminn er listhreyfing sem ólíkt
eldri skólum spillir náttúrunni kerfisbundið með „ljótri“ og „viðbjóðs-
legri“ framsetningu náttúrulegra forma.45 Salomonsen leitar skýringa á
því hvers vegna listamennirnir kjósa vanskapnaðinn, en hvorki kenningar
Waldens né skrif gagnrýnenda og fræðimanna, sem koma stefnunni til
varnar, duga til að sannfæra hann um gildi hennar.46 Þeir segja að verkin
þarfnist ekki útskýringa. Afbökunin verði til af meðvitaðri vanrækslu og
fyrirfram ákveðnum mistökum, nokkuð sem Salmonsen telur eiga meira
skylt við geðveiki en áform um nýja endurreisn.47 Hann hafði gert sér
vonir um að geta útskýrt sköpunarferli expressjónísku verkanna með skyn-
43 Hanne Abilgaard, „Dysmorfisedebatten“, bls. 134–135.
44 Sama heimild, bls. 135.
45 Sama heimild, bls. 137, Carl Jul. Salomonsen, De nyeste kunstretninger og smitsomme
sindslidelse før og nu, bls. 13.
46 Hanne Abilgaard, „Dysmorfisedebatten“, bls. 14–15.
47 Carl Jul. Salomonsen, De nyeste kunstretninger og smitsomme sindslidelse før og nu,
bls. 14–15.
VIðTöKUR EXPRESSJÓNÍSKRA MÁLVERKA FINNS JÓNSSONAR