Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Blaðsíða 93
93
expressjónismann við bolsévisma.52 Markmið hans er að færa rök fyrir
farsóttarkenningunni um útbreiðslu geðveikinnar, sem hann segir hafa
náð til bókmennta og tónlistar. Hann vísar í ljóð dadaistanna og minnist á
tóntegundaleysi í verkum ungra tónskálda. Undir lokin bendir hann á að
farsóttin sé nú í rénun,53 og telur það ótvírætt merki um að hann hafi haft
rétt fyrir sér.
Óþarflega rauðir túlípanar
Alexander rekur gagnrýnina sem Salomonsen setur fram gegn expressj-
ónismanum án þess að gera upp á milli listamanna eða verka. ætlun hans
er að undirstrika umfang fyrirbærisins og vara við plágunni, sem hann
telur hafa náð til Íslands. Máli sínu til stuðnings tekur hann dæmi af ljóð-
um Þórbergs Þórðarsonar54 sem hann ber saman við ljóð eftir Picabia og
sýnir fram á líkindi þeirra beggja við vísur æra-Tobba, sem var uppi á 17.
öld.55 Þannig færir hann rök fyrir því að smitandi geðveiki nútímans hafi
orðið vart á Íslandi. Hann finnur samt engin dæmi um ljótleika í íslensk-
um málverkum, en leiðir í staðinn talið að muninum á expressjónisma og
impressjónisma, sem hann skilgreinir sem tvo andstæða póla. Fyrrnefndu
stefnuna kallar hann innsýnisstefnu, en kennir hina síðarnefndu við áhrif
og miðar þá við afstöðu þeirra til innri og ytri veruleika. Þessi aðgrein-
ing gerir honum kleift að skerpa á eigin hugmyndum um hvernig full-
komin list eigi að vera. Útlistunin krefst sögulegs samanburðar, og því
tekur hann dæmi af forn-grískri og klassískri list, en þau tímabil segir
hann eiga það sameiginlegt að hafa leitað eftir jafnvægi milli manns og
náttúru, milli ytri og innri veruleika. Í samanburði séu expressjónisminn
og impressjónisminn tvær öfgastefnur sem leiti í sína áttina hvor frá hinu
klassíska jafnvægi. Impressjónistarnir hafi yfirgefið hið innra líf með því að
treysta alfarið á sjónina á meðan expressjónistarnir hafi hallað sér alfarið
að sálarlífinu. Hann telur að fram að expressjónismanum hafi hin innri
sýn sálarinnar alltaf stuðst við náttúruna sem listamaðurinn umbreytir
52 Þessi tenging er enn til staðar í greinaröð Jónasar Jónssonar frá Hriflu, „Hvíldartími
í listum og bókmenntum“.
53 Salomonsen, Tillægsbemærkinger, bls. 41–42.
54 Þórbergur Þórðarson gaf út tvær ljóðabækur undir dulnefninu Styr Stofuglamm,
sem komu út árið 1915 og 1917. Alexander tekur sem dæmi ljóð úr síðari bókinni,
Spaks manns spjörum.
55 Alexander Jóhannesson, „Nýjar listastefnur“, bls. 43.
VIðTöKUR EXPRESSJÓNÍSKRA MÁLVERKA FINNS JÓNSSONAR