Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Síða 94
94
með skapandi ímyndunarafli sínu. Hann færir síðan rök fyrir því að jafnvel
þótt innri sjónin styðjist við ytri veruleikann sé hún ekki „aðeins endur-
nýjun ytri sjónarinnar, heldur sjálfstætt afl, er lítur á heiminn á annan hátt
en ytri sjónin“56. Það sem rökstyður þetta er hæfileiki hugans til að kalla
fram myndir af því sem hann þekkir og umbreyta þeim. Alexander er með
öðrum orðum tilbúinn til að gangast við því að maðurinn hafi innri sjón
sem listamenn geta stuðst við til að birta ákveðinn sannleika í listinni, en
hann er ekki tilbúinn til að viðurkenna vansköpunina sem kemur fram
í listaverkum er byggjast alfarið á þessari innri sýn. Þau beri merki um
sjúkt sálarlíf þess er hefur slitið öll tengsl við náttúruna. Orsökin er firring
nútímans, sem hefur leitt listamennina á slóðir hins óeðlilega og afbakaða.
Alexander fordæmir slík verk sem niðurrif, þótt hann sjái einnig ástæðu til
að fullvissa áheyrendur sína um að slík uppreisn gegn klassískum gildum
geti aldrei verið annað en tímabundin. Mestu máli skiptir að fá þá til að
skilja að listinni er ætlað að tjá samhljóm manns og náttúru, ytri veruleika
og tilfinningalífsins, sem byggist á jafnvægi milli hins skynjanlega og hins
skiljanlega bæði hjá listamönnum og áhorfendum.
Þær hugmyndir um listina sem birtast í grein Alexanders um nýju lista-
stefnurnar koma aftur fyrir í síðari greininni um málaralist nútímans, sem
hann fordæmir. Hann minnist ekki aftur á Salomonsen, en snýr sér að því
að fjalla nánar um muninn á verkum impressjónista og expressjónista. Hann
tekur nokkur dæmi af verkum úr hvorri stefnu til samanburðar, en dregur í
land með fyrri fullyrðingu um að „áhrifastefnan sé áhorf án ígrundunar“.57
Hann viðurkennir næmi impressjónistanna fyrir náttúrunni, öfugt við
expressjónistana sem séu öfgafullir, ákafir og nautnaríkir og hafi slitið öllu
sambandi við hana.58 Þar sem Jón Stefánsson hafði nú sýnt málverk sín á
Íslandi tekur Alexander eina af kyrralífsmyndum hans sem dæmi um verk
þar sem ekki sé hægt að finna nein náttúrutengsl. Náttúran stendur utan
við listamanninn, eins og sjá megi af túlipönum sem málaðir eru óþarf-
lega sterkum rauðum lit. Alexander telur sig einnig greina flótta frá nátt-
úrunni í portrettverki af ungri stúlku í þjóðbúningi og ásakar listamanninn
um að hafa ekki reynt að komast að sálarlífi fyrirsætunnar.59 Í staðinn sé
stúlkan sýnd sem samnefnari allra ungra íslenskra stúlkna sem klæðast
slíkum búningi. Hlutgerving fyrirmyndarinnar sé undirstrikuð með vali
56 Sama heimild, sama stað.
57 Sama heimild, bls. 44.
58 Alexander Jóhannesson, „Um málaralist nútímans,“ bls. 18.
59 Sama heimild, bls. 19.
MaRgRét ElísaBEt ÓlafsdÓttiR