Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Qupperneq 97
97
Berlín. Frá þessu hafði verið greint í tveimur fréttum sem íslenskir náms-
menn í Dresden höfðu sent Morgunblaðinu. Fyrri fréttin er eftir Emil
Thoroddsen sem segir frá því að Finnur Jónsson hafi haft „kjark“ til að
rjúfa tengsl við natúralismann og búi sig nú undir að sýna hjá Der Sturm.67
Emil telur þessa þróun fréttaefni sumarið 1924 og það sama gerir Þórður
Kristleifsson sem fylgir á eftir með aðra frétt tæpu ári síðar þar sem fram
kemur að Finni hafi hlotnast sá heiður að vera boðið að sýna hjá hinu
þekkta galleríi í Berlín við hlið listamanna sem getið hafi sér alþjóðlegan
orðstír.68 Námsmennirnir virðast ekki vera sér meðvitaðir um að uppi á
Íslandi var nafn Der Sturm komið með illt orð á sig, en ritstjóri blaðs-
ins, Valtýr Stefánsson, var betur með á nótunum. Viðbrögð hans sumarið
1925 gefa til kynna að hann hafi þekkt skrif Alexanders Jóhannessonar
en einnig má telja víst að hann hafi fylgst með umræðunni um kenningar
Salomonsens í Danmörku. Hann hafði verið við nám í Kaupmannahöfn
öll stríðsárin og tengdist bæði íslenskum og dönskum listamönnum
í gegnum eiginkonu sína, Kristínu Jónsdóttur.69 Hún var góð vinkona
Guðmundar Thorsteinssonar, en hann átti í samstarfi við Klingen, rétt eins
og Jón Stefánsson. Saman höfðu þau sýnt hjá Kleis,70 en af því tilefni birt-
ist gagnrýni í Nationaltidende þar sem danskur gagnrýnandi hrósar verkum
Kristínar fyrir „látleysi“ sem henni hafi tekist að halda í „þrátt fyrir við-
kynninguna við nýtízku list“. Hún hafi það fram yfir Jón Stefánsson að
hafa ekki orðið fyrir áhrifum frá tískunni og hafi því „best (...) varðveitt
íslenzka blæinn“.71
Þegar Finnur Jónsson kemur heim í júlí telur Valtýr Stefánsson sig
því hafa fulla ástæðu til að vara við honum með því að gera lítið úr sam-
starfi hans við Der Sturm. Hann líkir gallerínu við „tískuverzlun fyrir
list“ sem hiki ekki við að gera útlæga listamenn sem neita að beygja sig
67 Emil Thoroddsen, „Finnur Jónsson listmálari“, Morgunblaðið 20. júní 1924,
bls. 2.
68 Þórður Kristleifsson, „Finnur Jónsson listmálari“, Morgunblaðið 21. maí 1925,
bls. 3.
69 Í útvarpserindi sem Kristín Jónsdóttir flutti árið 1954 minnist hún á kenningar
dansks gerlafræðings um sálsýki og á þá við Salomonsen. Þessi upprifjun er til
marks um að skrif læknisins hafi verið til umræðu sem tæplega hefur farið framhjá
Valtý, sem flutti heim vorið 1920, eða um það leyti sem Alexander flutti fyrirlestur
sinn. Sjá Aðalstein Ingólfsson, Kristín Jónsdóttir. Listakonan í gróandanum, Reykjavík:
Bókaútgáfan Þjóðsaga, 1987, bls. 173–182, hér bls. 178.
70 Sjá Hubert van den Berg, „Jón Stefánsson og Finnur Jónsson“, bls. 64.
71 [Höfund vantar], „Íslenzka listasýningin í Kaupmannahöfn“, Morgunblaðið 18. apríl
1920, bls. 1–2, hér bls. 1.
VIðTöKUR EXPRESSJÓNÍSKRA MÁLVERKA FINNS JÓNSSONAR