Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Page 98
98
undir „ríkjandi nýmóðins listastefnu verslunarinnar“.72 Það er augljóst að
Valtýr þekkir til, en Finnur Jónsson er ekki tilbúinn til að taka aðdrótt-
unum og sendir leiðréttingu til blaðsins sem birtist ásamt svari frá Valtý.
Finnur sendir þá nýtt svar til birtingar í Vísi þar sem hann stendur fast
á sínu en segist ekki ætla að standa í frekara orðaskaki við ritstjórann.73
Sá hefur engu að síður síðasta orðið, þar sem hann tekur að sér að skrifa
um sýningu Finns á Café Rosenberg um haustið. Hann heldur áfram þar
sem frá var horfið og lýsir því yfir að það sé „ekki list“ að mála myndir
samkvæmt einfaldri teikningu, með sterkum litum og grófri áferð. Hann
nefnir sérstaklega verkið Sígaunahjón þar sem svartar útlínur afmarka lit-
ina og undirstrika tvívídd flatarins. Valtýr telur sig engu að síður geta
merkt hæfileika og vinnusemi hjá Finni og ráðleggur honum að fara til
Frakklands því Frakkarnir skari fram úr þar sem Þjóðverjarnir eru þung-
lamalegir og miðlungsgóðir.74 Vísunin í frönsku málaralistina er ekki úr
lausu lofti gripin því áhrif impressjónistanna og Cézanne voru ríkjandi
í verkum íslenskra listamanna.75 Finnur Jónsson var vissulega ekki eini
íslenski listamaðurinn sem hafði menntað sig í Þýskalandi, en róttækni
hans vekur áhyggjur sem stuðningur nokkurra listamanna nær ekki að
kveða niður.76 Björn Björnsson teiknari reynir að fá menn til að láta af for-
dómum, sem ekki eigi sér neinar forsendur því hjá Finni séu nýjungarnar
„þegar“ upprunalega íslenskar.77 Þannig reynir hann að skapa jarðveg fyrir
myndlist sem liggur undir grun um að vera smituð af hnignun útlenskrar
tísku. Skoðanaskipti sem verða í framhaldinu laða gesti á sýninguna þar
72 [Valtýr Stefánsson], „Finnur Jónsson málari er nýkominn frá Þýskalandi“. Hér
gæti Valtýr verið að vísa til þess að Jón Þorleifsson sótti um að fá sýningu hjá Der
Sturm en var ekki svarað. Júlíana Gottskálksdóttir telur að þetta gæti hafa mótað
neikvæða afstöðu Valtýs til gallerísins. Sjá „Tilraunin ótímabæra“, bls. 93.
73 Finnur Jónsson, „Orðsending til Morgunblaðsins frá Finni Jónssyni málara“ og
„P.S.“, V.St. [Valtýr Stefánsson], Morgunblaðið 26. júlí 1925, bls. 6. Finnur Jónsson,
„Svar til ritstj. Mbl. herra Valtýs Stefánssonar“, Vísir 4. ágúst 1925, bls. 2–3.
74 Valtýr Stefánsson, „Sýning Finns Jónssonar í húsi Nathans & Olsen“, Morgunblaðið
29. nóvember 1925, bls. 5.
75 Sjá einnig Halldór Björn Runólfsson, „Jón Stefánsson. Aðföng hans og áhrif“,
Fjórir frumherjar: Þórarinn B. Þorláksson, Ásgrímur Jónsson, Jón Stefánsson, Jóhannes
S. Kjarval, Listasafn Íslands 100 ára júní – ágúst 1985, Reykjavík: Listasafn Íslands,
1985, bls. 21–25.
76 Björn Björnsson, „Finnur Jónsson. Listsýning“, Vísir, 28. nóvember 1925, bls.
2; Ásgeir Bjarnþórsson, „Sýning Finns Jónssonar“, Alþýðublaðið, 12. desember
1925, bls. 2–3 og Emil Thoroddsen, „Sýning Finns Jónssonar“, Alþýðublaðið, 25.
nóvember 1925, bls. 4.
77 Björn Björnsson, „Finnur Jónsson. Listsýning“.
MaRgRét ElísaBEt ÓlafsdÓttiR