Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Qupperneq 102
102
verkin hafi „ekki sést í tæpa hálfa öld“94 þegar þau voru sett upp á sýning-
unni í Strassborg er því ekki allskostar rétt.
Eftirmál
Það sem breytti afstöðu manna til verka Finns Jónssonar eftir stríð hefur
ekki verið rannsakað til hlítar, en margt bendir til þess að innrás abstrakt-
málverksins í íslenskan listheim árið 1945 hafi haft sín áhrif. Aðeins tveim-
ur árum eftir að Emil skrifaði um jafnvægið sem komist hefði á myndlistina
þrátt fyrir ólgu og óvissu um tíma hélt Svavar Guðnason sína fyrstu einka-
sýningu á expressjónískum abstraktmálverkum í Reykjavík. Sú sýning fékk
allt aðrar móttökur95 en sýning Finns tveimur áratugum áður og öðlaðist
síðar vægi sem sýningin sem markaði upphaf samfelldrar sögu abstrakt-
listar á Íslandi.96 Sagan er skilgreind út frá hugmyndum um óslitna þróun
og þannig breytist fordæming þriðja áratugarins á „nýjum listastefnum“,
sem Alexander Jóhannesson hafi varað við, í listsögulega neðanmálsgrein.
Björn Th. Björnsson, sem kom fram sem listfræðingur um leið og Svavar
sem fullgildur abstraktmálari,97 lítur ekki á abstraktverkin sem eðlilegt
skref í átt að meiri þroska listamannsins líkt og Emil Thoroddsen, heldur
verða þau að misheppnaðri tilraun til að innleiða abstraklistina.98 Fráhvarf
Finns frá abstraktmálverkinu má í framhaldinu túlka sem svik við tiltek-
inn málstað eða undirlægjuhátt við smekk almennings, svo vísað sé til
orða Jóns Engilberts. Þessi nýja túlkun mótast af því að á eftir Svavari
Guðnasyni kom heil kynslóð listamanna sem helgaði sig abstraktlistinni
og fordæmdi um leið flest annað.99 Hann fær því stöðu brautryðjandans
þegar á sjötta áratugnum, án þess að minnst sé á að hann hafi haft áhuga
á Finni áður en hann hélt út í nám.100 Þá er lítill gaumur gefinn að því
eftirfylgni. Það er ekki fyrr en með sýningu árið 1946 sem skerst í odda með Jóni
Þorleifssyni og Finni.
94 æsa Sigurjónsdóttir, „Framúrstefna, töfraraunsæi og endurlit“, bls. 40.
95 Kristín G. Guðnadóttir, Svavar Guðnason, Reykjavík: Veröld, 2009, bls. 138.
96 Sjá Gunnar Kvaran, „Íslenzk abstraktlist“, Lesbók Morgunblaðsins 14. febrúar 1987,
bls. 8–10 og Jón Proppé, „Abstraktið kemur til Íslands“, Íslensk listasaga III, ritstj.
Ólafur Kvaran, Reykjavík: Listasafn Íslands og Forlagið, 2011, bls. 7–65.
97 Björn Th. Björnsson skrifar sína fyrstu myndlistargagnrýni eftir að hann lýkur námi
um fyrstu einkasýningu Svavars Guðnasonar í Listamannaskálanum. Sjá Kristín G.
Guðnadóttir, Svavar Guðnason, bls. 137–138.
98 Björn Th. Björnsson, Íslenzk myndlist á 19. og 20. öld, bls. 193.
99 Gunnar Kvaran talar um „sefjun“ í ofannefndri grein, „Íslensk abstraktlist“,
bls. 9.
100 Kristín G. Guðnasdóttir, Svavar Guðnason, bls. 30.
MaRgRét ElísaBEt ÓlafsdÓttiR