Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Síða 103
103
að geómetrísk abstraktlist eftirstríðsáranna byggðist á verkum sporgöngu-
manna alþjóðlegra strauma sem verk Finns Jónssonar voru síðar sett í sam-
hengi við á sýningunni í Strassborg.
Áður en að því kom hafði Finnur ítrekað reynt að vekja athygli á fram-
lagi sínu, án þess að fá fyrir það viðurkenningu.101 Þörf hans til að rifja
upp fortíðina ágerist með uppgangi abstrakmálverksins, hann minnist
reglulega á Þýskalandsárin og sýnir gömlu abstraktverkin, meðal annars á
annarri afmælissýningu árið 1953. Þau tímamót eru Jóhanni Briem tilefni
upprifjunar þar sem hann rekur tengsl Finns Jónssonar við Der Sturm og
tengir þau spennu milli þeirra listamanna sem lært hafa í Þýskalandi og
hinna sem sótt hafa fyrirmyndir sínar til Frakklands.102 Jóhann segir að
hinir síðarnefndu viðurkenni ekkert nema arfleifð Cézannes og séu því
ófærir um að skilja myndlist Finns Jónssonar. Þessi vísun í áhrif franskrar
málaralistar vekur ekki aðeins upp gamlan ágreining heldur minnir hún
á sterk tengsl yngri kynslóðar abstraktmálara við Frakkland. Vegna þess-
arar upprifjunar gat Björn Th. Björnsson ekki litið framhjá verkum Finns
við ritun Íslenskrar myndlistar þar sem hann rekur blaðaskrifin sem urðu
í kringum sýninguna á Café Rosenberg áður en hann kveður upp þann
úrskurð að samfélagið hafi ekki verið tilbúið til að taka við „kúbísku“ verk-
unum.103 Það er því í skugga misheppnaðra tilrauna Finns til að fá verkin
samþykkt sem framlag til abstraktlistar á Íslandi sem verkin eru send til
Strassborgar árið 1970 á sýningu sem var tileinkuð evrópskri nútímalist
áranna í kringum 1925. öllum að óvörum vekja Örlagateningurinn og Óður
til mánans athygli erlendra gagnrýnenda og þau fá í framhaldinu þá við-
urkenningu sem þau verðskulda á Íslandi. Þrátt fyrir þessa uppreisn verk-
anna er tilhneiging til að ýta þeim út á jaðarinn í söguskoðun sem styðst
við tímalegan framgang, samanber heiti fyrsta kafla þriðja bindis Íslenskrar
listasögu.104 Þá hefur láðst að tengja togstreituna, sem fylgt hefur verkum
Finns Jónssonar, við þá sterku andstöðu gegn róttækum tilraunum í listum
sem lá að baki skrifum Alexanders Jóhannessonar og hugsanlega einnig
Valtýs Stefánssonar. Listsöguleg túlkun íslenskra listfræðinga á ástæðum
101 Á árunum 1952 til 1964 birtast reglulega greinar í dagblöðum þar sem bæði Finnur
og vinir hans, m.a. Jóhann Briem og Guðmundur Einarsson frá Miðdal, reyna
árangurslaust að vekja athygli á framlagi Finns til abstraktlistarinnar.
102 Jóhann Briem, „Finnur Jónsson málari verður sextugur í dag“, Morgunblaðið 15.
nóvember 1952, bls. 6 og „Málverkasýning Finns Jónssonar“, Morgunblaðið 10.
apríl 1953, bls. 6.
103 Björn Th. Björnsson, Íslenzk myndlist, bls. 193–196.
104 Sjá Jón Proppé, „Abstraktið kemur til Íslands“, Íslensk listasaga III, bls. 7–65.
VIðTöKUR EXPRESSJÓNÍSKRA MÁLVERKA FINNS JÓNSSONAR