Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Síða 108
108
Menningarpólitík Þórðar er óneitanlega háð menningarsögulegu sam-
hengi sjötta og sjöunda áratugar síðustu aldar, sem var umbrotatími í
íslensku þjóðfélagi. En þrátt fyrir að Þórður sé kominn á efri ár sver róttæk
gagnrýni hans á íslenskt þjóðfélag og menningu sig í ætt við hugmyndarót-
ið sem einkenndi eftirstríðskynslóðina og ’68-kynslóðina. Verkinu svipar
enn fremur til eins af lykilverkum sjöunda áratugarins, Tómasar Jónssonar:
metsölubókar eftir Guðberg Bergsson. Verkin eiga það ekki aðeins sam-
eiginlegt að vera stefnt gegn valdaformgerð aldamótakynslóðarinnar, sem
Guðbergur segir í formála að endurútgáfu bókar sinnar áður hafa „verið
frjótt hreyfiafl, einkum íslensks sjálfstæðis, en [sé] nú orðin í hinum þjóð-
félagslega raunveruleika Íslands, voðalegur dragbítur á öllum framförum.
Kynslóðin [er] jafnvel orðin ógn við sjálfstæðið, sem hún hafði barist fyr-
ir.“2 Verkin sýna einnig hvernig tveir einstaklingar af þessari sömu alda-
mótakynslóð bregðast mismunandi við nútímasamfélagi.
Líkindi verkanna eru svo greinileg að spyrja má hvort Guðbergur hafi
verið undir (beinum?) áhrifum frá Mennt er máttur þegar hann skrifaði
Tómas Jónsson: metsölubók. Bókmenntalegur samanburður á verkunum er
ekki síður áhugaverður fyrir þær sakir að Tómas Jónsson: metsölubók er jafn-
an talin eitt af brautryðjandaverkum módernískra skáldsagna en Mennt
er máttur hefur alla tíð legið utan garðs í opinberri bókmenntaumræðu.
Mennt er máttur hefur auk þess undirtitilinn endurminningar og hefur
einkum verið lesin sem slík og þá oftast af vinum og kunningjum Þórðar
Sigtryggssonar. Viðtökurnar hafa því jafnan verið á ævisögulegum nótum á
kostnað bókmenntafræðilegrar greiningar.
Tregðulögmálið íslenzk menning
Þórður Sigtryggsson og Tómas Jónsson, sögumaður samnefnds verks, eru
samferðamenn af áðurnefndri aldamótakynslóð. Á mótunarárum sínum og
íslensks þjóðfélags voru þeir annáluð snyrtimenni en liggja báðir í kör á
efri árum. Tómas er í innri tíma verksins einangraður í íbúð sinni, blind-
ur að kalla og tengdur við súrefniskút. Á ritunartíma Mennt er máttur
segir Árni Bergmann að Þórður hafi verið afar holdmikið, fótfúið og mætt
2 Guðbergur Bergsson, Tómas Jónsson: metsölubók, endurútgáfa, Guðbergur ritaði
formála, Reykjavík: Forlagið, 1987, bls. 4–5.
svavaR stEinaRR guðMundsson