Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Page 109
109
gamalmenni sem komst ekki milli húsa.3 Í þessu ástandi leggja Þórður og
Tómas drög að endurminningum sínum en hverfa báðir frá ókláruðu verki.
Þórður deyr, en afdrif Tómasar eru torræðari og háð túlkun lesanda.
Ekki er þó að sjá að félagarnir líti á sig sem fórnarlömb hrörnunar. Þvert
á móti sýna stórkarlalegar lýsingar þeirra á uppruna sínum og eigin ágæti hið
gagnstæða. Tómas er til að mynda haldinn afar þjóðernislegri en einangr-
andi sjálfsmynd og er að eigin sögn „síðasti hreinræktaði Íslendingurinn“.4
Hann hefur þannig frásögn sína á því að rekja íslenska menningarsögu allt
aftur til landnáms líkt og um eigið ættartré sé að ræða:
ég er afkomandi hraustra, bláeygðra víkinga. ég á ætt að telja til
hirðskálda og sigursælla konunga. ég er Íslendingur. Nafn mitt er
Tómas Jónsson. ég er gamall
nei nei5
Óslitin ættarlína Tómasar er í anda þeirrar þjóðernislegu menningar-
stefnu sem íslensk sjálfstæðisbarátta fól í sér og minnir óneitanlega á þjóð-
ernisgoðsögnina um þjóðveldistímann sem gullöld Íslandssögunnar, þegar
eðli Íslendingsins var satt og hreint.
ættarsaga Þórðar er hvergi nærri eins hnitmiðuð – og stórsöguleg – og
Tómasar. Hún er þó í ætt við upptalningar Íslendingasagnanna í lengd og
íburði. Þórður rekur ættir sínar aftur á móti ekki eins langt aftur og Tómas
og fornsögurnar gera. Hann nafngreinir á hinn bóginn ættingja foreldra
sinna fullu nafni og starfstitill fylgir iðulega með. Móðir hans er þannig
skyld Jóhannesi Kjarval, alþingisforseta, dómkirkjupresti, biskupi, land-
lækni og hún er af kunnum ættum eins og Briemurunum og Sverresen-
fólkinu.6 En faðir hans „var alinn upp hjá heldra fólki á Akureyri. Þá ríktu
strangir og fínir siðir á þeim stað. Nú er Akureyri orðin frægasta skrílborg
á Norðurlöndum“.7 önnur og nærtækari lýsing Þórðar á föður sínum
kemur oft óbreytt fyrir í Mennt er máttur og hefur yfir sér svipaðan blæ og
ættfræði Tómasar:
Faðir minn las siðaðra manna bókmenntir á erlendum menningar-
málum. ég heyrði hann aldrei tala um guð (frb. gvöð) eða fjöl-
3 Árni Bergmann, „Hinsegin bækur og menn“, Tímarit Máls og menningar, 1/2012,
bls. 117–132, hér bls. 122.
4 Guðbergur Bergsson, Tómas Jónsson: metsölubók, bls. 174.
5 Sama heimild, bls. 7.
6 Þórður Sigtryggsson, Mennt er máttur, bls. 24–25.
7 Sama heimild, bls. 22.
BRæðRABYLTA