Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Síða 112
112
lægð höfundar frá sögumanni sínum, en háleitar hugmyndir Tómasar um
sjálfan sig eru í fullkomnu ósamræmi við persónusköpun verksins þar eð
hann birtist lesanda sem sjúkt og drambsamt gamalmenni sem á í engum
tengslum við aðra menn og umhverfi en fær sig „aldrei saddan á að endur-
taka eigin vegsemd.“17
Þrátt fyrir einfaldari frásagnaraðferð í Mennt er máttur að þessu leyti
er Þórður ekki áreiðanlegri sögumaður en Tómas. Ekki þarf að leita langt
yfir skammt til að sjá að Þórður hefur ekki minna álit á sjálfum sér en
Tómas, auk þess deilir hann fleiri persónubrestum með honum. Ágengum
reiðilestri Þórðar, ásamt ýkjusögum og lygasögum er ætlað að hneyksla
og því getur það reynst hægur leikur að taka stöðu gegn honum. Hann
getur á hinn bóginn seint talist vera hrein hliðstæða Tómasar, því menn-
ingarorðræða þeirra er á öndverðum meið. Þórður og höfundur Tómasar
Jónssonar: metsölubókar geta aftur á móti talist skoðanabræður um margt
þegar kemur að íslenskri menningu, þótt þeir fari ólíkar leiðir í ádeilu
sinni og hafi ólík markmið í huga.
Báðir draga þeir dár að íslenskri bókmenntahefð. Ádeila Guðbergs
ristir aftur á móti, eins og fyrr segir, mun dýpra en Þórðar. Hann tekst á
við langlífar hugmyndir þjóðernisrómantíkurinnar um bókmenntaarfinn
með því að skopstæla viðteknar formgerðir, sem hafa tryggt íslensku þjóð-
inni fastheldin menningargildi. Skopstæling Guðbergs er hvað skýrust í
stuttum, skáletruðum köflum sem finna má inn á milli hversdagslegrar
og grótesk-raunsærrar frásagnar Tómasar. Þar bregður Guðbergur á leik
með kunnuglega texta, sem undangengnar kynslóðir hafa löngum lagt
hald sitt og traust á, og sýnir tök sín og þekkingu á vel þekktum stílbrögð-
um, frásagnaraðferðum og minnum úr viðurkenndum bókmenntagreinum
íslenskrar þjóðmenningar, eins og t.d. íslenskum þjóðsögum, þjóðern-
isrómantík, endurminningum, raunsæislegum öreigasögum (nóbelsskálds-
ins) og síðast en ekki síst textafræði íslenskra fornbókmennta.
Skopstæling Guðbergs á síðastnefndu bókmenntagreininni hefur
örugglega komið illa við margan, enda um helgustu vé íslenskra fræða að
ræða. Textinn er settur fram í ábúðarmiklum og bóklegum fræðimannastíl
og á að fjalla um uppruna kvæðisins Kimblagarr. Lesandinn fær þó fljótt
á tilfinninguna að Tómas komist ekkert áleiðis í þeim efnum og að text-
inn innihaldi í raun lítið annað en innihaldslausar vangaveltur. Undir lok
textans fer þekkt formgerð íslenskra textafræða fullkomlega úr skorðum
17 Guðbergur Bergsson, Tómas Jónsson: metsölubók, bls. 174.
svavaR stEinaRR guðMundsson