Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Side 115
115
Aðferð Guðbergs við að skrumskæla viðtekin form og minni bók-
menntahefðarinnar í skáletruðu textunum gerir honum kleift að sýna fram
á yfirdrifna sjálfsupphafningu þjóðernisrómantíkur í íslenskum bókmennt-
um. Með því að draga fram sjálfhverfu ríkjandi menningarorðræðu tekst
honum að grafa undan sjálfsmynd íslenskrar alþýðu og sýna hana sem úr
sér gengið og sjálfseyðandi afl. Höfundur og lesandi Tómasar Jónssonar:
metsölubókar verða þar með ekki aðeins hvatamenn að því að koma mótum
íslenskrar menningar og samfélags á hreyfingu, svo vitnað sé í myndmál
Guðbergs, heldur einnig að því að rjúfa „einangrun landsins hvað varðar
menningu, samfélag og bókmenntahefð.“28 Íslensk menning kemst fyrir
vikið í frjóa samræðu við aðra menningarheima.
Það sama er ekki hægt að segja um Þórð Sigtryggsson í Mennt er
máttur. Enda þótt hann hefji evrópska menningu upp til skýjanna býður
Þórður íslensku menningarlífi ekki upp á viðlíka dýnamískar samræður og
Guðbergur. Ádeila Mennt er máttur fer í þessum skilningi ekki lengra en
það sem bendifingur Þórðar nær, enda er hún ekki ætluð til uppbyggingar.
Þórður bendir aðeins á það sem hann sér að menningarlífinu hér á landi, í
þeim eina tilgangi að rífa íslenskt þjóðfélag og menningu niður.
Þegar þeir urðu óléttir
Elías Mar greinir frá því í formála að Mennt er máttur þegar Þórður hittir
hann um mitt sumar árið 1961. Þórður biður Elías um að vélrita fyrir
sig það sem hann hafði áður handskrifað af hugleiðingum sínum, aðeins
nokkrar blaðsíður, því hann kann ekki að vélrita. Úr verður, samkvæmt
formálanum, að næstu árin heimsækir Þórður Elías í þeim tilgangi að Elías
annaðhvort skrifi beint upp eftir honum eða hreinskrifi það sem Þórður
hefur gert uppkast að. Vinnuferlið helst á þennan hátt allt þar til Þórður
deyr fjórum árum síðar. Elías ritar svo síðasta stafinn í formála að verkinu
þann 13. mars 1972, sjö árum eftir andlát Þórðar og ellefu árum frá því
þeir hófu þetta hnýsilega samstarf.29
Það liggur í augum uppi að Þórður hefur þegið mikla hjálp frá Elíasi,
en frumskrif Þórðar eru ekki samfelldur texti heldur glósur og minnis-
punktar, sem finna má á alls kyns blaðasneplum sem svo hefur verið unnið
út frá. Skrif hans eru auk þess óreiðukennd og illskiljanleg, mikið er um
28 Birna Bjarnadóttir, Holdið hemur andann: um fagurfræði í skáldskap Guðbergs Bergs-
sonar, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2003, bls. 227.
29 Þórður Sigtryggsson, Mennt er máttur, bls. 2–3.
BRæðRABYLTA