Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Side 119
119
og umheims. Einstaklingur notar sér táknkerfi umheimsins til skilnings á
honum og til að hafa samband við hann.“37
ævisagnaskrif Tómasar og niðurskipan hlutanna í íbúð hans má því lesa
sem þrá mannsins til að „búa yfir heimsmynd sem jafnframt er sem heil-
legastur spegill utan um miðlægt sjálf hans.“38 „Margþættur en mátulega
viðráðanlegur guð“39 býr í Tómasi, guð sem hann notar til að skapa sér
þennan „heim, fastmótaðan og skipulagðan.“40 Tómas þráir „skipulega,
sundurgreinda mynd af veruleikanum, en hann hefur jafnframt kollvarpað
henni með því að setja hana saman sjálfur, af sérvisku sinni sem hafnar ytra
skipulagi.“41 Íbúð hans er þess vegna ekki aðeins tákn fyrir heimsmynd
sem hann hefur endurskapað og er í engu samræmi við veruleikann utan-
dyra, heldur táknar hún einnig algjöran samruna einstaklings við tilbúinn
efnislegan veruleika og þar með fullkomna hlutgervingu hugveru hans:
„ég eignaðist þessa íbúð. Íbúðin er mín eign. Hún er ég sjálfur. ég er kjall-
araíbúð.“42
Þrátt fyrir allar sjálfbirgingslegar – ef ekki guðlegar – yfirlýsingar
Tómasar um fullkomna niðurskipan eigin sjálfs og heimsmyndar sýnir frá-
sagnaraðferð höfundar hvernig Tómasi mistekst algjörlega að raða hugs-
unum sínum á skipulegan hátt innan eigin frásagnar. Byggingu Tómasar
Jónssonar: metsölubókar svipar til Mennt er máttur fyrir vikið, en getuleysi
Tómasar við að viðhalda einfaldri hugsun leiðir til þess að verkið tekur á
sig afar brotakennda mynd, samansetta úr ólíkum textum.
Samheldin sundrung
Ástráður kallar Tómas miðstöð verksins því hann einn tengi textabrotin
saman.43 Textarnir láta aftur á móti ekki undan frásögn Tómasar og neita
að raða sér í það stigveldi merkingar sem á að færa honum þá heimsmynd
sem hann sækist eftir. Frásagnaraðferð Tómasar er ennfremur til þess gerð
að koma í veg fyrir alla lagskiptingu táknkerfis. Yfirdrifin raunsæisleg frá-
sögn hans af hversdagslegustu og óáhugaverðustu hlutum og athæfi líkist
alvarlegri áráttuhegðun og hjálpar til við að má út skilin milli smávægilegra
37 Ástráður Eysteinsson, „Fyrsta nútímaskáldsagan og módernisminn“, bls. 84–85.
38 Sama heimild, bls. 85.
39 Guðbergur Bergsson, Tómas Jónsson: metsölubók, bls. 174.
40 Sama heimild, bls. 124.
41 Ástráður Eysteinsson, „Fyrsta nútímaskáldsagan og módernisminn“, bls. 86.
42 Guðbergur Bergsson, Tómas Jónsson: metsölubók, bls. 125.
43 Ástráður Eysteinsson, „Fyrsta nútímaskáldsagan og módernisminn“, bls. 83.
BRæðRABYLTA