Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Page 140
140
Við vöknum ný á hverjum morgni. Þá tekur við endurupprifjun á
lífi okkar. Sjálfsmynd hvers og eins, svonefndur persónuleiki, allt er
þetta mósaíkmynd upprifjana frá ýmsum tímum. Minnið er stöðugt
að leita að sannleika þeirrar mósaíkmyndar sem við erum, myndar
sem er í sífelldri mótun. Þannig býr minnið okkur til úr skáldskap
sem vissulega er byggður að einhverju leyti á svonefndum raunveru-
leika. (Bernskubók, bls. 56)
Myndir og þá ljósmyndir koma reyndar oftar við sögu í Bernskubók og í
kringum þær spinnst umræða um tengsl okkar við veruleikann. Sigurður
lýsir því hvernig hann kynnist ömmum sínum fyrst og fremst á ljósmynd
en á við þær samband, minningu, tilfinningu, þrátt fyrir það (Bernskubók,
bls. 27). Eins og vel er þekkt eiga ljósmyndir í sérstöku sambandi við
minni og fortíð og hann leikur sér að því að „stara á ljósmyndir og leyfa
minni að kvikna“ (Bernskubók, bls. 36). Í leit að uppruna og fortíð í gegn-
um upprifjun og endursköpun minninga er ekki lögð áhersla á eitthvert
ómengað upphaf sem bíður manns við enda minninganna. En þó man
maður „bernskuminningar‚ sem stöðugar upprifjanir á frummyndinni“
(bls. 56). Aftur eru það ljósmyndir sem koma þessum hugsunum af stað
og hann segir: „teiknkerfin bjuggu til veruleikann, ekki öfugt. Upphafleg
tilfinning mín fyrir svonefndum raunveruleika var þessi: raunveruleikinn
var ekki annað en fölt endurskin hins skjalfesta í orðum og myndum“
(Bernskubók, bls. 32). Þessar hugmyndir kallast á við hugmyndir strúkt-
úralistanna og póststrúktúralistanna um tengsl tungumáls og veruleika,
en um tilviljanakennt samband þar á milli lærði hann ungur: „lærði drög
að þeirri grundvallarlexíu að orð eru ekki hlutir. Köttur er ekki köttur [...]
Og tungumálið efast um veröldina en veröldin er ósnortin af þeim efa“
(Bernskubók, bls. 93). Tengsl þessara hugmynda við hugmyndir um tilurð
sjálfs og sjálfsmyndar stangast mögulega á; a.m.k. er vitund okkar til á
undan tungumáli og sjálfið mótað af núningi líkamans við raunveruleik-
ann, samkvæmt Damasio. Þegar höfundur ræðir fyrstu minningar, sem eru
mjög svo óljósar og standa allt að því utan við sjálfsmyndina, við vitundina
um sjálfið sem er okkur nauðsynleg til að skapa frásögn um sjálfið, er talað
um barnið í þriðju persónu og skynhrif sem það verður fyrir; birta, myndir,
munstur (Bernskubók, bls. 15). Þetta mætti tengja við hugmyndir Damasios
um tengsl sjálfs og tungumáls, því sjálf samkvæmt honum er til á undan
tungumáli. Eins og Eakin útskýrir: „Forsenda kenningar Damasios um
GUNNÞÓRUNN GUðMUNDSDÓTTIR