Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Page 141
141
sjálfið er að ‚tilfinning fyrir sjálfi er órjúfanlegur hluti meðvitaðs huga‘.“13
Líkaminn bregst við snertingu við hluti úr umhverfinu og þessi tilfinning
um vitund, um að vita hvað er að gerast, er sjálfið. „Samkvæmt Damasio
er frásögn líffræðileg áður en hún er hluti af tungumáli eða bókmenntum:
hún vísar til náttúrulegra ferla, ‚framsetning í ímyndum af röð af atburð-
um í heilanum‘ á undan tungumáli, ‚orðlausar sögur um það sem kemur
fyrir lífveru mitt í umhverfi sínu‘.“14
Gott er að hafa í huga að gera þarf greinarmun á sjálfi og sjálfsmynd. Eins
og Eakin bendir á þá er ‚sjálf‘ einhvers konar regnhlífarhugtak, en ‚sjálfs-
mynd‘ birtingarmynd ákveðinna þátta sjálfsins, félagslegra hlutverka, pers-
ónueinkenna og fleira.15 Bernskubók er upprunasaga sem staðsetur vitund í
fortíð og kannar sjálfsmynd í fortíð og nútíð. Eins og títt er um verk af þessu
tagi, þá er litið til foreldra og staðar. Hér er þetta gert á frumlegan máta þar
sem höfundur lýsir á fyrstu síðum bókarinnar handavinnuverkefni sem fólst í
því að hann mótaði útlínur landsins í krossvið. Hér fæst tilfinning fyrir land-
inu, sem getur verið mótdrægt og langt á milli staða, en líka fyrir persónu-
leika sem gefst ekki upp þrátt fyrir erfiða firði og brotin sagarblöð og vinnur
að þessu allan veturinn, sem einnig gæti verið upprunasaga bókarinnar sjálfr-
ar sem hefur eflaust tekið á að setja saman. Þessi upphafsmynd af stað og
sjálfi fylgir lesandanum svo í gegnum verkið (Bernskubók, bls. 9–10).
Eftir þessa forsögu er okkur sagt af fæðingu hans og er hér vitnað til
einnar af fáum heimildum sem nefndar eru í verkinu, dagbókar föðurins
(bls. 12). Eins og áður segir er leitað að uppruna hér, uppruna tilfinninga,
sjálfsmyndar og eru nefnd nokkur dæmi um slíkt. Stundum finnur höfund-
urinn rætur ótta, eins og t.d. við trúarofstæki (bls. 74), norðaustanstormur
bernskunnar veldur asma 40 árum síðar (bls. 82) og áfallið sem hann verð-
ur fyrir þegar hann uppgötvar að þau eiga ekki Skinnastað fyllir hann ótta
við munaðarleysi (bls. 125). Stundum er uppruni þessara tilfinninga ekki
byggður á eigin minningum heldur fyrst og fremst sögum sem fjölskyldan
segir, og mætti þar vitna til hugtaks Marianne Hirsch þegar hún ræðir
áhrif á aðra kynslóð af trámatískri reynslu fyrri kynslóðar, afkomenda-
minni eða postmemory.16 Þannig hræðist barnið eldsvoða af því að gömlu
13 Antonio Damasio, The Feeling of What Happens, bls. 7. Sjá hjá John Paul Eakin,
Living Autobiographically, bls. 68.
14 Antonio Damasio, bls. 189. Sjá hjá Eakin, bls. 75.
15 John Paul Eakin, bls. xii–xiv.
16 Sjá bók Marianne Hirsch, Family Frames: Photography, Narrative, and Postmemory,
Cambridge, MA: Harvard University Press, 1997.
„MINNIð ER ALLTAF Að STöRFUM“