Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Side 142
142
húsin á Skinnastað höfðu eitt sinn brunnið áður en hann fæddist (bls. 40).
Sveitin í kring er ekki síður mikilvæg fyrir hans mynd af fortíðinni og þar
sést um leið skrásetningarþörf, sem víða er vikið að, þegar hann birtir nöfn
sveitunganna: „Myndirnar hrannast upp, andlit og raddir, ég punkta nöfn-
in niður jafnharðan og þau streyma fram“ (Bernskubók, bls. 137). Sveitin og
fólkið, það sem hann kallar innri frið þess og náttúran umhverfis:
Þannig varð til á bernskuárunum einhvers konar burðarvirki í sál-
inni eða hvað á að kalla þetta óáþreifanlega fyribæri, huga tilfinn-
ingar, minni... Burðarvirki sem heldur húsi persónuleikans saman,
heldur því uppi, samt algjörlega ósýnilegt eins og góð járnabinding
í veggjum. (Bernskubók, bls. 138)
Bæði Guðbergur Bergsson og Halldór Laxness lýsa því í sínum bernsku-
bókum að þeir hafi heyrt að gangi maður afturábak gangi maður móður
sína í gröfina.17 Hvorugur gat stillt sig um að prófa þetta, sem auðvitað
olli svo skelfilegu samviskubiti. Á þessum nótum tekur prestssonurinn
Sigurður Pálsson sig til og notar tækifærið þegar hann er einn í kirkjunni
á Skinnastað og blótar af öllum lífs- og sálarkröftum: „Liður í þroskaferli
er að æfa sig að ganga gegn því sem maður veit að er hið góða, að minnsta
kosti í huganum. Einmitt til þess að geta valið hið góða í raunverunni“
(Bernskubók, bls. 258). Og enn lengra gengur hann þegar hann svo fermir
sjálfan sig (bls. 259), sem er ekki einungis einhvers konar siðferðisleg æfing
í því að breyta rétt í veruleikanum heldur einnig undirbúningur fyrir að
segja skilið við foreldrana. Enda flytur hann einungis fjórtán ára að heim-
an til Reykjavíkur og segist hafa verið „útlendingur eftir það“ (bls. 244).
Kannski mætti segja að sögusagnir séu ein uppspretta verkanna, kafl-
arnir eru fjölmargir og stuttir, sumir ekki nema nokkrar síður að lengd,
og nokkuð sjálfstæðir, þeir hefjast gjarnan á minningarbroti eða mynd úr
fortíð sem síðan er spunnið út frá og enda oftar en ekki á hugleiðingum
höfundarins um merkingu þessara atburða í núinu. Línuleg frásögn ligg-
ur því ekki forminu til grundvallar – heldur kannski einmitt tengingin
við samtímann, við núið. Ungi maðurinn í Minnisbók ber ýmis nöfn, sem
aðrir gefa honum eða hann nefnir sig sjálfur, ‚prestssonurinn‘, ‚mótmæl-
andinn‘, ‚Monsieur Paulsson‘, er augljóslega að máta sig við allt mögu-
17 Guðbergur Bergsson, Faðir, móðir, og dulmagn bernskunnar, Reykjavík: Forlagið,
1997, bls. 130 og Halldór Laxness, Í túninu heima, Reykjavík: Helgafell, 1975, bls.
70.
GUNNÞÓRUNN GUðMUNDSDÓTTIR