Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Page 144
144
Þannig rifjar hann upp atburði sem fela ekki endilega í sér auðsæja
merkingu, frásagnarboga eða lausn. Hann er á höttunum eftir andrúms-
lofti, tilfinningu:
Það sem ekki verður lokað inni í skilgreindum myndum, atburðum,
merkingu. Þrátt fyrir allt er það mikilvægast. Kvikasilfur löngu lið-
inna stunda hverfur ekki heldur breytist í eitthvað sem kalla má
reynslu. Innlifun. Allt snýst þetta í viðstöðulausum dansi þar sem
minnið er hljómsveitarstjóri og minningarnar streyma fram á dans-
gólfið og bjóða hver annarri upp í dans sem heldur stöðugt áfram í
mismunandi takti, heldur áfram tuttugu og fjóra tíma á sólarhring.
Það er alltaf opið, þetta undarlega danshús. (Minnisbók, bls. 22)
Verkið er uppfullt af fjörugum frásögnum; ungi maðurinn er einhvern veg-
inn allur á iði, hann er blankur, örvæntingarfullur og plagaður af áhyggj-
um. En hann er líka kátur og tekur borginni og lífinu þar opnum örmum.
Hann þolir illa lognmollu og stöðnun – og hvar er þá betra að vera en í
París í lok sjöunda áratugarins? Samt eignar hann sér ekki það tímabil eins
og svo margir aðrir. Sigurður er óhræddur við að gera grín að þessari ungu
gerð af sjálfum sér og afhjúpa naívítet hans og ungæðishátt. En þó er það
aldrei á þann hátt að hann geri lítið úr þessum unga manni, draumum hans
og viðureign hans við umhverfið. Eins og hann segir á einum stað stend-
ur hann fyllilega með þessum unga manni. En textinn er ‚vefnaður‘, eins
og Sigurður nefndi hér að ofan, og hann vefur saman pælingar um bók-
menntir og leikhús, gamansögur, sögur um sig sem heimskulega sveita-
drenginn, ljóðelska blanka stúdentinn á kaffihúsunum – honum bregður
fyrir í ýmsum myndum – og síðast en ekki síst fléttar hann inn ljóðum
víða í textanum og skýrir þá minninguna eða atburðinn að baki þeim. Úr
verður lifandi texti sem lesandinn geysist á um líf hans, rétt eins í sögunni
af því þegar höfundurinn sigldi á olíutunnunni á Signu. En allt litast af því
að hann er maður um tvítugt í leit að upplifunum og þannig fangar hann
horfna sjálfsmynd. Höfundurinn dregur lesandann með sér inn í þennan
heim minninganna og þar er ekki síst tónlistin áhrifamikið tæki, sköpunar-
gleðin og lífsþorstinn verða nær áþreifanleg þegar Hvíta albúmið dynur
undir. Í Bernskubók rekur hann tónlist æsku sinnar, hvað hann hlustaði á og
hvenær, hvenær hann vaknaði í raun til tónlistar og segir: „öll þessi músík
bjó til tilfinningasvæði innra með mér eins og tónlistin ein getur gert,
hún bjó til tíma sem rennur ekki út í sandinn heldur lifir [...] minnið venst
GUNNÞÓRUNN GUðMUNDSDÓTTIR