Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Síða 147
147
skapurinn býr til reglur og sjónarhorn, setur atburði í samhengi
skáldskaparsýnar. (Bernskubók, bls. 270)
Hvort sem þetta eru hefðbundin varnaðarorð til lesenda, eins og svo algeng
eru í sjálfsævisögum, eða tilraun til að koma sinni sögu undan þröngum
skilgreiningum og farvegum bókmenntategunda, þá enduróma hér orð
Rolands Barthes sem segir í sínum mjög svo tilraunakennda sjálfsævisögu-
lega texta Roland Barthes par Roland Barthes (1975): „allt þetta ber að lesa
eins og um persónu í skáldsögu væri að ræða“.22
En rétt eins og erfitt getur reynst að koma sér undan skilgreining-
um, frásagnarformum, túlkunum, þá kemst maður heldur ekki frá upp-
runanum. Í lok Bernskubókar segir Sigurður að hann geti að „sjálfsögðu
aldrei losnað við það sem mótaði mig“, tilfinningin er þarna og „seytl-
ar fram“: „Súputeningur tilfinninganna, búinn til úr gjörvallri bernsku-
reynslunni, uppgötvunum, litlum sigrum, litlum ósigrum“ (bls. 273).
Sjóndeildarhringur bernskunnar er „Sjóndeild innri augna minna til ævi-
loka“ (bls. 278).
Í Bernskubók og Minnisbók Sigurðar er sterk tilfinning fyrir hverfulleika,
endalokum, horfnu tímabili, horfinni sveit og horfinni borg, en einnig
fyrir varðveislu alls þessa í minni, huga og sjálfi. Í Minnisbók segir: „Ekkert
hefur breyst. Allt hefur breyst“ (bls. 174). Sjálfsmyndin sem birtist er fjöl-
breytt, breytileg eftir tíma og rúmi, en samt kirfilega mótuð af sögumanni.
Hér er það ekki sagnfræðin sem skiptir máli, trúverðugleikinn, en enginn
vafi leikur á mikilvægi frásagnarinnar fyrir sjálfið. Kannski getum við sagt
sem svo að Sigurður Pálsson sé Bernskubók og Minnisbók þótt þær séu ekki
endilega Sigurður Pálsson:
Taugasálfræðingar hafa leitt að því líkur að minnið sé grundvöllur
alls, grundvöllur mennskunnar. Í raun ættum við ekki að segja eins
og Descartes, „ég hugsa, þess vegna er ég“, heldur miklu fremur
„ég man, þess vegna er ég“. ég minnist, ég man... Það að geta sagt
þessi orð er forsenda þess að vera mennskur og tiltölulega heil-
brigður. (Bernskubók, bls. 169)
Eins og áður sagði segir Eakin sjálfsævisöguna vera framhald af þeirri
sögu sem við stöðugt segjum okkur sjálfum, sem viðheldur sjálfsmynd
22 Roland Barthes, Roland Barthes par Roland Barthes, París: éditions du Seuil, 1975,
án blaðsíðutals.
„MINNIð ER ALLTAF Að STöRFUM“