Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Page 149
149
Þýsku kvikmyndinni Vaxmyndasýningin/Das Wachsfigurenkabinett (Paul
Leni, 1924) vindur fram, líkt og titillinn gefur til kynna, í vaxmyndasafni.
Hér kann lesandi sem áhugasamur er um minni og menningarlegar varð-
veisluaðferðir að veita því athygli að í þessari örstuttu lýsingu er vísað
til þriggja mikilvægra varðveislumiðla: safnsins, kvikmyndarinnar og vax-
myndarinnar. Af þessum fyrirbærum er kvikmyndin vitanlega yngst og
segja má að viðfangsefni greinarinnar sem hér fer á eftir lúti að því hvernig
raunsæislegar framsetningaraðferðir kvikmyndarinnar hafi endurskilgreint
mátt og umfang tæknilegra og stofnanalegra varðveisluaðferða. Þannig
verður í fyrstu hugað að samslætti kvikmyndarinnar og ólíkra minnis- og
varðveisluorðræðna, með sérstakri áherslu á hina tæknilega endurfram-
leiðanlegu ímynd og sögu heimspekilegrar tortryggni í hennar garð. Að
lokum verður áðurnefnd kvikmynd, Vaxmyndasafnið, sem jafnan er talin til
lykilverka expressjónisma í kvikmyndagerð, tekin til ítarlegrar umfjöllunar
og því haldið fram að hún fjalli með táknrænum hætti um tæknilegt hæfi
miðilsins til endursköpunar og varðveislu. Þar má segja að vikið sé að hug-
myndinni um minnismerki um bæði einstaklinginn og einstaka atburði, og
þá í samhengi við sögulegt minni. Jafnframt verður bent á að slík þematísk
úrvinnsla sé ekki háð tilteknum framsetningaraðferðum heldur grund-
vallist á eiginleikum vísisins (e. index).
Kvikmyndir, minni, vísar
Í Undir oki siðmenningar/Das Unbehagen in der Kultur (1930) lýsir Sigmund
Freud minninu, eða „varðveislu í sálarlífinu“ eins og hann orðar það, sem
„almennu vandamáli“ innan fræðanna vegna þess að hugarvirkni þessi hafi
Björn Þór vilhjálmsson
Sögur úr vaxmyndasafninu
Vangaveltur um kvikmyndir, varðveislu og minni
Ritið 2/2013, bls. 149–176