Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Síða 151
151
hætti; skynvitundin sem slík geymir ekki upplýsingar, hún er upptekin í
núinu við það að taka á móti skynreynslu. En forvitundin, sá hluti sálar-
lífsins sem liggur næst vitundinni, geymir hins vegar fjölmargar minningar
sem auðvelt er að kalla fram og er hér á ferðinni sú hugarvirkni sem jafnan
er rætt um þegar minni ber á góma.4 Það er að segja, dagfarsleg upplifun
okkar kann í einhverjum skilningi að litast af minningum, en þær trana sér
þó alla jafna ekki fram í stöðugum flaumi, enda myndi slíkt framkalla sífellt
rof stundlegrar skynjunar og reynslu. Hins vegar geta allir staldrað við og
leitt hugann að einhverju og þannig kallað fram minningar úr forvitund-
inni. Það sem þar er að finna er þó takmörkunum háð vegna þess að við
„gleymum“ – minningar okkar, reynsla, þekking og stundlegt áreiti lið-
innar tíðar liggja ekki á glámbekk, við getum aðeins gengið að brotabroti
þessarar „þekkingar“ sem vísu í vitundinni. Saga skynjunar lífverunnar er
þó varðveitt einhvers staðar í sálarlífinu, það er að segja í dulvitundinni. Af
þessu leiðir að Freud sér mannshugann fyrir sér sem einskonar geymslu-
stað, ógnarstóran lager alls sem hefur drifið á daga einstaklingsins.
Í þessu samhengi er líkingin sem Freud notar til að bregða birtu á ófor-
gengileika reynslu og minningar í síðverki sínu um ok siðmenningarinnar
athyglisverð. Freud bendir á að þótt sjá megi ummerki um liðna tíð í
Rómaborg nútímans, „borginni eilífu“, og ýmsir minnisvarðar hafi varð-
veist þá sé elsta mynd Rómar, hin víggirta Roma Quadrata á Palatínhæð,
horfin. öðruvísi er farið með lendur hugans, segir Freud; ef Rómaborg
væri ekki mannabústaður heldur sálarlíf myndi „ekkert það, sem einu
sinni hefur orðið til [vera] horfið […] Þar sem nú er Colosseum gætum
við á sama tíma dáðst að Gullna Húsi Nerós, sem horfið er. Þar sem
Palazzo Caffarelli stóð myndi nú aftur standa, – án þess að Palazzo vant-
aði, – hof Jupiters Capitolinusar.“5 Lögmálum tíma og rúmfræði er hér
greinilega ögrað og hlutir frá ólíkum tímum fyrirfinnast hlið við hlið og
arinnar“ sem „ógnarstóru vandamáli“. Niðurstaða Derrida er að nauðsynlegt sé
að skilja tímaleysi dulvitundarinnar sem frestun, nokkuð sem birtist e.t.v. skýrast í
því hvernig trámatískur atburður er gjarnan aðskilinn í tíma frá „afleiðingum“ eða
sálrænum birtingarmyndum sínum. Sjá Jacques Derrida, „Freud and the Scene
of Writing“, Writing and Difference, þýð. Alan Bass, Chicago: The University of
Chicago Press, 1978, bls. 196–231, hér bls. 214–15.
4 Teikningu af þessari svæðaskiptingu má sjá í Freud, Draumráðningar, bls. 388,
og er sjöundi kafli þeirrar bókar (bls. 369–442) lagður að umtalsverðu leyti undir
umfjöllun um staðfræði hugans og minnisins.
5 Sigmund Freud, Undir oki siðmenningar, bls. 18.
SöGUR ÚR VAXMYNDASAFNINU