Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Page 154
154
hefur bent á. Sálgreiningin beinir sjónum að draumum og „draumvinnsl-
unni“ meðan algengt er að fjalla um miðstöð kvikmyndaframleiðslu á
Vesturlöndum, Hollywood, sem draumaborgina eða draumaverksmiðjuna
og liggur þar jafnan að baki sú hugmynd að samsömun áhorfenda með
stjörnum og atburðarás kvikmynda hafi draumkennt yfirbragð og tengist
hvatalífinu nánum böndum.10 Með tilvísun til Dziga Vertov kallar Susan
Sontag myndatökuvélina „fantasíuvél“ og Kaplan viðrar þá kenningu að
kvikmyndahúsið hafi gegnt hlutverki legubekkjar sálgreinandans fyrir
verkamenn og lægri stéttir; fólk sem af efnahagslegum ástæðum átti þess
ekki kost að njóta aðstoðar sálgreinanda fékk útrás fyrir tilfinningaflækjur
og bældar óskir í myrkum kvikmyndasalnum.11
Í því sem á eftir fylgir verður þessi samsláttur sálgreiningarinnar og
kvikmyndalistarinnar í brennidepli. Sú hugmynd um varðveislu minninga
og skynreynslu sem rædd hefur verið hér að framan í samhengi við kenn-
ingar Freuds um dulvitundina hlýtur nýtt og knýjandi líf í samhengi við
þann listmiðil sem öðrum fremur beitir fyrir sig og grundvallast á eig-
inleikum vísisins.12 Þess vegna verður fjallað um kvikmyndina sem ákveðið
„minningasafn“, svo gripið sé til hugtaks sem bandaríska fræðikonan Anne
Friedberg hefur notað til að lýsa kvikmyndinni, samhliða því sem nánar
verður vikið að hinu fræðilega samhengi sem þegar hefur verið minnst á
um minni, tíma, arkífur, safnasótt og forgengileika.13
Af skuggamyndum, sjónvélum og bjúgnefjuðum vatnakörfum
Ákveðinnar tortryggni hefur gætt í garð ímyndarinnar innan vestrænnar
heimspekihefðar sem rekja má aftur til Platóns og hellisallegóríunnar. Eftir
10 E. Ann Kaplan, „Freud, Film, and Culture“, Freud: Conflict and Culture. Essays on
his Life, Work and Legacy, ritstj. Michael S. Roth, New York: Vintage Books, 1998,
bls. 152–164, hér bls. 155. Í Kvikmyndastjörnur (ritstj. Guðni Elísson, Reykjavík:
Háskólaútgáfan, 2006) er að finna fjölda þýddra greina, ásamt fróðlegum inngangi
öldu Bjarkar Valdimarsdóttur, þar sem fjallað er um samsömun áhorfenda með
draumaveröld hvíta tjaldsins og stjörnum þess.
11 Susan Sontag, On Photography, New York: Picador, 2001, bls. 14. Kaplan, „Freud,
Film, and Culture“, bls. 155.
12 E. Ann Kaplan fer með greinargóðum hætti yfir sögu sambands sálgreiningar og
kvikmyndafræða í „Introduction. From Plato’s Cave to Freud’s Screen“, Psychoana-
lysis and Film, ritstj. E. Ann Kaplan, New York og London: Routledge, 1990, bls.
1–23.
13 Anne Friedberg, Window Shopping. Cinema and the Postmodern, Berkeley, Los
Angeles, London: University of California Press, 1994, bls. 2.
BjöRn ÞÓR vilHjÁlMsson