Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Blaðsíða 156
156
merkingarlegt samhengi, líkt og bjúgnefjaði vatnakarfinn sem útrýmir öllu
lífi í tjörnunum sem hann kemur sér fyrir í.“17
Ímyndasamfélagið sem bjúgnefjaður vatnakarfi, sem gerir usla í frið-
sælu lífríki sveitatjarnar, er heillandi mynd á sama tíma og hún er hrollvekj-
andi, en þótt djúpt sé tekið í árinni hefur hefð heimspekilegrar gagnrýni af
þessu tagi skýrt vægi. Þar er dregið fram hversu gagngerar breytingarnar
sem fylgdu síðari iðnbyltingunni hafa reynst í vestrænum samfélögum;
nýjum boðskipta- og samskiptaháttum hafa fylgt róttækar umbyltingar
á samfélagsgerðinni. Kenningarnar má þó einnig gagnrýna fyrir þá ein-
hliða áherslu sem lögð er á neikvæðar eigindir ímyndarinnar, sjóntækni
og tækniframfara. Jafnvel má segja að hin póstmóderníska gagnrýni sé
býsna platónsk í áherslu sinni á að „ímyndin sé alltaf eftirmynd og þar með
alltaf eins konar villa í raunveruleikanum, að því leyti að hún villi um fyrir
áhorfandanum og leiði hann á villigötur“, eins og Úlfhildur Dagsdóttir
orðar það í grein um sjónræna menningu í samtímanum.18
Það eru þó ekki aðeins póstmódernistarnir sem standa með annan
fótinn í helli Platóns þegar að ímyndinni kemur, heldur hefur kvikmynda-
fræðingum einnig verið hellirinn hugleikinn þegar rætt er um virkni
ímynda, og þarf það ekki að koma á óvart. Stöðu fangans í helli Platóns,
þar sem hann situr frammi fyrir myndum sem varpað er á vegg, svipar
óneitanlega til bíóáhorfandans. Hér má jafnframt benda á að í dæmisögu
Platóns getur að líta eina elstu rituðu heimild um vísinn. Hefðbundin
tvískipting fyrirmyndar og eftirmyndar gengur að vísu ekki upp í kenn-
ingakerfi Platóns; skuggarnir á hellisveggnum birta aðeins útlínur eftirlík-
inga sem þjóna fyrst og fremst þroskasögulegu hlutverki í allegóríunni,
það er að segja með því að uppgötva gervileika þeirra er vegferð í átt að
sannleikanum hafin. En í stað þess að fylgja fanganum (og Platóni) eftir
á því ferðalagi er ástæða til að staldra við sjálfa skuggamyndasýninguna.
Halarófa af flutningamönnum varpar skuggum af styttum og líkneskjum á
vegginn og birtan kemur frá eldi sem logar í bakgrunninum. Þótt mynd-
málinu sé ætlað að draga fram tómleika og merkingarlega eyðu sem svipar
mjög til sjónarspils Debords, má ekki síður heimfæra þennan hluta dæmi-
sögu Platóns á hugmyndir um vísinn. Líkt og vindhaninn sem hreyfir sig
í krafti vindáttar samræmast skuggamyndirnar eðli vísisins, þær eru fram-
17 Paul Virilio, The Vision Machine, bls. 14.
18 Úlfhildur Dagsdóttir, „Það gefur auga leið: sjónmenning, áhorf, ímyndir“ í Ritið,
1/2005, bls. 51–82, hér bls. 62.
BjöRn ÞÓR vilHjÁlMsson