Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Blaðsíða 157
157
kallaðar af styttunum framan við eldinn, skuggamyndirnar sanna nærveru
hlutarins sem þær vísa til.19
Hér að framan var bjúgnefjaði vatnakarfinn nefndur til sögunnar
sem myndlíking fyrir útrýmingarmátt hinnar stjórnlausu, tæknimiðluðu
ímyndar sem hylur mönnum sýn og torveldar þeim að virkja eigin hug-
rænu starfsemi líkt og skuggamyndirnar gera hjá Platón. Í þessu sama riti
Virilios er kynnt til sögunnar dæmisaga sem er, líkt og hellisallegóríunni,
ætlað að draga fram takmarkanir mannlegrar skynjunar, en reynist þegar
upp er staðið fjalla um vísinn. Hér er um að ræða greiningu Virilios á stöðu
og mikilvægi sjónarvottsins í dóms- og glæpamálum fyrr og nú. Virilio
bendir á að sjónarvotturinn hafi áður verið mikilvægasta „sönnunargagn“
sem verjandi eða saksóknari gat reitt fram í málflutningi sínum. Í sam-
tímanum horfir hins vegar öðruvísi við. Framburður sjónarvottsins, enda
þótt hann geti skipt máli, væri sennilega aldrei tekinn fram yfir tæknileg
sönnunargögn, séu þau fyrir hendi í formi ljósmyndar eða upptöku örygg-
ismyndavélar.20 Það sem vekur áhuga hér er þó ekki beinlínis hvaða merk-
ingu Virilio leggur í dæmið, heldur sú staðreynd að þarna hefur hann fest
hendur á mikilvægi vísisins í tæknisamfélagi samtímans.21
Ástæðan fyrir því að ljósmyndin skákar framburði sjónarvotts tengist
ekki raunsæislegri framsetningu ljósmyndarinnar, heldur því að í krafti vís-
isins felur hún í sér óvéfengjanlega heimild um að ákveðinn atburður hafi
átt sér stað í tíma. Myndin getur því verið bjöguð eða óskýr, svo lengi sem
aðalatriði eru greinanleg. „Áþreifanleiki“ og trúverðugleiki myndarinnar
grundvallast á tilvistarlegri tengingu vísisins í kvikmynd eða ljósmynd við
fyrirmynd sína, en sú tenging á rætur að rekja til þess tæknilega grunns
ljósmyndarinnar að ljósbylgjur endurkastast af þeim hlutum sem myndaðir
19 Vandinn við skuggamyndirnar að mati Platóns er í sjálfu sér ekki að þær séu falskar
eftirmyndir veruleikans, því „veruleikinn“ sem liggur þeim til grundvallar er sjálfur
aðeins gervimynd (gripirnir sem haldið er á lofti eru sjálfir líkneski og styttur),
heldur hversu fjarri fangarnir eru vitneskju um sönn eigindi tilverunnar. Það er
ekki fyrr en einn fanganna hefur losað sig úr fjötrunum og sloppið út úr hellinum
og sér sólina (sem táknar hið góða og sanna) að heimspekingurinn afhjúpar mynd
af raunverunni. Sjá Platón, Ríkið, síðara bindi, þýð. Eyjólfur Kjalar Emilsson og
Kristján Árnason, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, bls. 157–161.
20 Paul Virilio, The Vision Machine, bls. 42–44.
21 Virilio setur örsögu sína um dómsmálið fram í formi hnignunarsögu og vissulega
má færa rök fyrir því að tæknileg miðlun sjónsviðs og varðveisla þess í formi
varanlegra ímynda geti bæði skrumskælt veruleikann og verið tæki ögunar og
eftirlits. Slík greining hlýtur þó ávallt að velta á tilteknum og skýrt afmörkuðum
sögulegum kringumstæðum.
SöGUR ÚR VAXMYNDASAFNINU