Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Page 158
158
eru og skilja eftir ummerki í silfri filmunnar; þessum tengslum milli frum-
myndar og eftirmyndar hefur verið líkt við „fingraför“, það er þessi tiltekni
hlutur sem skilur eftir sig þessi ummerki.22
Þegar Virilio ræðir um tæknilega hliðrun mannsins hefur hann reyndar
aðra hluti í huga, hann leggur m.a. áherslu á að nútímamaðurinn sé orðinn
aukaleikari í eigin tækniveröld, hugveran hafi í einhverjum skilningi gef-
ist upp andspænis tækninni. En dæmisagan um sjónarvottinn ber einnig
með sér ótvíræða skírskotun til virkni vísisins og segja má að í kvikmynda-
fræðilegu ljósi sé nauðsynlegt að endurtúlka hlutverk sjónarvottsins; í stað
hugmyndarinnar um hið óáreiðanlega vitni má lesa sjónarvottinn sem
virkan neytanda og viðtakanda nýrrar tegundar ímynda; vitnið verður
kvikmyndaáhorfandi.23 Þessari „umbreytingu“ (eða tilkomu þessa nýja list-
neytanda) hafa fræðimenn á borð við Walter Benjamin og Anne Friedberg
fagnað og túlkað kvikmyndaáhorf og hina fjöldaframleiddu ímynd sem
frelsi undan hefðarveldinu, en í þekktri ritgerð Benjamins um fjöldafram-
leiðslu er hefðin og áran meðal annars tákn um efnahagslegt vald og kúg-
un.24 Þá túlkar Benjamin kvikmyndina einnig sem mikilvæga skynþjálf-
un andspænis margbreytileika nútímamenningar, og rímar það ágætlega
22 Það er franski kvikmyndafræðingurinn André Bazin sem líkti vísinum við fingraför í
þekktri ritgerð, sjá André Bazin, „The Ontology of the Photographic Image“, What
is Cinema 1, þýð. Hugh Gray, Berkeley, Los Angeles og London: University of
California Press, 1967, bls. 15. Rétt er að nefna að staða vísisins breytist á stafrænum
tímum, grafið er undan hinum allt að því frumspekilega þunga sem Bazin leggur á
tengslin milli frummyndar og eftirmyndar í kenningarkerfi sínu, en því fer þó fjarri
að áhrifamáttur vísisins þurrkist út eða hverfi. Mary Anne Doane hefur einmitt rætt
þessa tilfærslu og bendir á að í stað hinnar „tilvistarlegu“ tengingar grundvallist
vísirinn í samtímanum á þunga áhorfskröfunnar. Vísirinn í samtímanum, líkt og
hugmyndafræðin hjá Althusser, ávarpar okkur í sífellu og krefst athygli okkar. Sjá
Mary Ann Doane, The Emergence of Cinematic Time. Modernity, Contingency, the
Archive, Cambridge og London: Harvard University Press, 2002, bls. 209.
23 Hér mætti benda á rit sem skoðar áhorf sem verðmætaskapandi iðju í hinu kapítal-
íska framleiðslusamfélagi, en það er bók Jonathans Beller, The Cinematic Mode of
Production. Attention Economy and the Society of the Spectacle, Hanover: Dartmouth
College Press, 2006.
24 Merkingarvirkni árunnar er mun fjölbreyttari en svo að rétt sé að tengja hana
einvörðungu valdapólitík, en það er engu að síður hluti af röksemdafærslu og
díalektískri sögusýn Benjamins. Sjá Walter Benjamin, „Listaverkið á tímum fjölda-
framleiðslu sinnar“, þýð. Árni Óskarsson og örnólfur Thorsson, Fagurfræði og
miðlun, ritstj. Ástráður Eysteinsson, Reykjavík: Háskólaútgáfan og Bókmennta-
fræðistofnun Háskóla Íslands, 2008, bls. 549–587.
BjöRn ÞÓR vilHjÁlMsson