Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Síða 160
160
„Við búum þegar yfir hæfileikanum til að endurskapa og varðveita mælt
mál; nú er það lífið sjálft sem er endurskapað og varðveitt. Í framtíðinni
verður til dæmis hægt að sjá ástvini sína í fullu fjöri löngu eftir að þeir eru
fallnir frá.“30 Í La Poste, öðru dagblaði Parísarborgar á þessum tíma, sem
einnig gerði atburðinum skil, gætti svipaðra efnistaka: „Þegar almenn-
ingi gefst kostur á að eignast tökuvélar, þegar öllum verður gert mögu-
legt að mynda ástvini sína, ekki lengur hreyfingarlausa og kyrra líkt og á
ljósmyndum heldur eins og þeir hreyfa sig í raunveruleikanum, varðveita
þeirra hefðbundna látbragð og hátterni, með mælt orð á vörum, þá verður
dauðinn ekki lengur endanlegur“.31
Að áliti Burch verður sú sameiginlega áhersla sem þarna birtist á varð-
veislu minninga um ástvini, varðveislu sem raskar mörkunum milli lífs
og dauða, að teljast eftirtektarverð. Georges Demenÿ, aðstoðarmaður
étienne-Jules Marey, eins mikilvægasta frumkvöðuls kvikmyndatækninn-
ar, hafði til að mynda þetta að segja:32
Hversu marga myndi það ekki gleðja að geta einu sinni enn virt fyrir
sér ásýnd þess sem látinn er. Framtíðin ber í skauti sér myndir þar
sem hægt verður að kveikja lífsneistann með því að snúa sveif og
munu þær koma í stað hreyfingarlausra ljósmynda, frosinna í römm-
um sínum. Líkamleg tjáning verður varðveitt með sambærilegum
hætti og hljómplatan varðveitir raddir. Jafnvel verður mögulegt að
sameina þetta tvennt […] Við munum gera meira en að rannsaka,
við munum vekja til lífsins.33
Í þessu samhengi er ekki að undra að Burch stígi fram með hugtak-
ið „Frankenstein-hugmyndafræðin“, með tilvísun til sígildrar nítjándu
30 Noël Burch, Life to Those Shadows, þýð. Ben Brewster, Berkeley og Los Angeles:
University of California Press, 1990, bls. 20–21.
31 Sama heimild, bls. 20–21.
32 Franski lífeðlisfræðingurinn étienne Jules Marey uppgötvaði tækni sem lagði
grunninn að smíði kvikmyndatökuvélarinnar, með því að taka röð mynda af fuglum
á flugi og öðrum hreyfingum dýra með hjálp myndbyssu, sem færði glerfleti á skífu
og myndaði þannig hreyfingaröð. Út frá þeirri tækni smíðaði hann ljósmyndavél
sem var fær um að taka röð ljósmynda á sveigjanlega pappírsfilmu árið 1888. Marey
þróaði og nýtti tæknina fyrst og fremst til náttúrulífsrannsókna og hreyfiathugana,
en uppfinning hans varð hins vegar fyrirmynd frekari þróunar á tökutækni í þágu
kvikmyndagerðar.
33 Noël Burch, Life to Those Shadows, bls. 26, skáletrun í frumtexta. Burch sækir þessa
heimild í grein Demenÿ, „Les Photographies parlanates“ sem birtist árið 1892 í La
Nature.
BjöRn ÞÓR vilHjÁlMsson